Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2016 11:30 Sergio Garcia heilsar upp á golfbolinn í gær. vísir/getty Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. Það verða alls sex nýliðar í Ryder-liði Evrópu og hinn þekkti bandaríski golflýsir, Johnny Miller, sagði að þetta væri lélegasta lið sem Evrópa hefði mætt með í áraraðir. „Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum. Mótið vinnst á vellinum. Við munum sjá hvort liðið er betra,“ sagði Garcia herskár og þakkaði um leið fyrir þessa hvatningu. „Þið vitið hvað er sagt um skoðanir. Við höfum allir eina slíka.“ Evrópa hefur ekki tapað síðan 2008 og Garcia hefur unnið fimm sinnum í þau átta skipti sem hann hefur tekið þátt. Ryder Cup hefst í hádeginu á föstudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa verið staðnir að því að gera lítið úr Ryder Cup-liði Evrópu og það fer ekki vel í Spánverjann Sergio Garcia. Það verða alls sex nýliðar í Ryder-liði Evrópu og hinn þekkti bandaríski golflýsir, Johnny Miller, sagði að þetta væri lélegasta lið sem Evrópa hefði mætt með í áraraðir. „Þú vinnur ekki Ryder Cup með munninum. Mótið vinnst á vellinum. Við munum sjá hvort liðið er betra,“ sagði Garcia herskár og þakkaði um leið fyrir þessa hvatningu. „Þið vitið hvað er sagt um skoðanir. Við höfum allir eina slíka.“ Evrópa hefur ekki tapað síðan 2008 og Garcia hefur unnið fimm sinnum í þau átta skipti sem hann hefur tekið þátt. Ryder Cup hefst í hádeginu á föstudag og verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira