Frakkinn, sem starfar sem spekingur beIN Sports, var að taka myndband af sjálfum sér fara yfir lokamínútur leiksins þegar pólski miðvörðurinn Kamil Glik þrumaði boltanum í netið í uppbótartíma og jafnaði, 1-1.
„Mark í beinni! Já, já, já!“ sagði sáttur Desailly er allt varð vitlaust á vellinum og leikmenn Monaco fögnuðu þessu mikilvæga marki.
Monaco er með fjögur stig í riðlinum eftir sigur á Tottenham í fyrstu umferð riðlakeppninnar og jafnteflið í gær. Hér að neðan má sjá myndbandið frá Desailly.
Miracle en direct
— Marcel Desailly (@marceldesailly) September 27, 2016
Bravo l'@AS_Monaco #DagheMunegu pic.twitter.com/X088CLjStn