Sonur Kluivert og félagar í Ajax voru ungu Blikunum erfiðir | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. september 2016 17:50 Kaj Sierhus fagnar fyrsta markinu í Kópavogi í dag. mynd/ajax.nl Breiðablik er sama og úr leik í Meistaradeild unglinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn hollenska stórliðinu Ajax í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar ungmenna. Kaj Sierhuis kom Ajax yfir strax á fimmtu mínútu eftir fallega sendingu frá Justin Kluivert, 17 ára gömlum syni hollenska markahróksins Patricks Kluiverts. Kluivert þykir gríðarlega efnilegur og var ungu Blikunum erfiður á hægri vængnum í dag. Sierhuis tvöfaldaði forskot Ajax á 25. mínútu og Dani De Wit gerði út um leikinn með þriðja marki hollensku unglingameistaranna á 69. mínútu leiksins. Markið skoraði De Wit með föstu skoti úr teignum eftir góða sendingu Kluiverts úr aukaspyrnu.l Het duel van #AjaxO19 met Breidablik is in volle gang. Nu alvast wat fraaie foto's vanuit IJsland! #UYL#breajapic.twitter.com/qMrg7L2vvT — AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 Liðin mætast aftur eftir viku í Amsterdam en þar þarf Breiðablik að vinna upp þriggja marka forskot Ajax á heimavelli hollenska liðsins. Hvorki Breiðablik né Ajax komst í riðlakeppni Meistaradeildar ungmenna þar sem aðallið félagsins komust ekki heldur þangað. Í staðinn fóru liðin sem landsmeistarar í útsláttarkeppni en liðin átta sem standa eftir þar hitta átta sigurvegara riðlanna í 16 liða úrslitunum. Seinni leikurinn fer fram 19. október. Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.pic.twitter.com/LaiOy8efzQ— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 l De 0-2 van Matthijs de Ligt! #UYL #breaja pic.twitter.com/mYNwunPr6u— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 l De goal van Dani de Wit voor #AjaxO19 tegen Breidablik in de #UYL. Het is 0-3 bij #breaja! pic.twitter.com/VYdT3ZdXBO— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira
Breiðablik er sama og úr leik í Meistaradeild unglinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn hollenska stórliðinu Ajax í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Meistaradeildar ungmenna. Kaj Sierhuis kom Ajax yfir strax á fimmtu mínútu eftir fallega sendingu frá Justin Kluivert, 17 ára gömlum syni hollenska markahróksins Patricks Kluiverts. Kluivert þykir gríðarlega efnilegur og var ungu Blikunum erfiður á hægri vængnum í dag. Sierhuis tvöfaldaði forskot Ajax á 25. mínútu og Dani De Wit gerði út um leikinn með þriðja marki hollensku unglingameistaranna á 69. mínútu leiksins. Markið skoraði De Wit með föstu skoti úr teignum eftir góða sendingu Kluiverts úr aukaspyrnu.l Het duel van #AjaxO19 met Breidablik is in volle gang. Nu alvast wat fraaie foto's vanuit IJsland! #UYL#breajapic.twitter.com/qMrg7L2vvT — AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 Liðin mætast aftur eftir viku í Amsterdam en þar þarf Breiðablik að vinna upp þriggja marka forskot Ajax á heimavelli hollenska liðsins. Hvorki Breiðablik né Ajax komst í riðlakeppni Meistaradeildar ungmenna þar sem aðallið félagsins komust ekki heldur þangað. Í staðinn fóru liðin sem landsmeistarar í útsláttarkeppni en liðin átta sem standa eftir þar hitta átta sigurvegara riðlanna í 16 liða úrslitunum. Seinni leikurinn fer fram 19. október. Hér að neðan má sjá öll mörkin úr leiknum.pic.twitter.com/LaiOy8efzQ— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 l De 0-2 van Matthijs de Ligt! #UYL #breaja pic.twitter.com/mYNwunPr6u— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016 l De goal van Dani de Wit voor #AjaxO19 tegen Breidablik in de #UYL. Het is 0-3 bij #breaja! pic.twitter.com/VYdT3ZdXBO— AFC Ajax (@AFCAjax) September 28, 2016
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Sjá meira