Birkir Bjarnason og félagar í svissneska meistaraliðinu Basel eru í heimsókn hjá Arsenal í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Birkir freistar þar að verða annar Íslendingurinn sem skorar á Emirates en Alfreð Finnbogason skoraði þar fyrir Olympiacos í riðlakeppninni á síðasta ári.
Leikurinn er áhugaverður fyrir bræðurna Granit og Taulant Xhaka. Granit er í byrjunarliði Arsenal en Taulant í byrjunarliði Basel. Þetta er í annað sinn á fjórum mánuðum sem þeir mætast í mótsleik.
Granit og Taulant eru af albönskum uppruna en ólust upp í Sviss. Taulant, sem er 25 ára, ári eldri en Granit, tók þá ákvörðun að spila fyrir Albaníu en Granit er fastamaður í byrjunarliði Sviss.
Sviss og Albanía voru saman í riðli á EM 2016 í Frakklandi þar sem þeir mættust á öðrum leikdegi. Sviss hafði betur, 1-0.
Granit Xhaka kom til Arsenal frá Borussia Mönchengladbach í sumar en Taulant er alinn upp hjá Basel eins og yngri bróðir sinn. Hann hefur spilað allan sinn feril með Basel fyrir utan eitt lánstímabil hjá Grasshopper 2012/2013.
Leikurinn er í beinni lýsingu hér og auðvitað í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
