Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 11. september 2016 12:00 Sigurður Ingi tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu frá Sigmundi Davíð í apríl síðastliðnum í kjölfar Panama-lekans. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03