Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 11. september 2016 12:00 Sigurður Ingi tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu frá Sigmundi Davíð í apríl síðastliðnum í kjölfar Panama-lekans. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03