Varar við fleiri árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2016 12:21 Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. Vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að fleiri hryðjuverkaárásir verði framdar í Frakklandi. Hann segir nýjar tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta landsins og núverandi forsetaframbjóðanda, ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sarkozy hefur gagnrýnt ríkisstjórn Frakklands fyrir að ganga ekki nægilega langt til að koma í veg fyrir árásir. Mikill viðbúnaður var í París í vikunni en lögreglan er sögð hafa komið í veg fyrir árás Íslamska ríkisins á lestarstöð í borginni. Valls segir að minnst tvær árásir hafi verið stöðvaðar í vikunni og að um 15 þúsund manns séu nú undir smásjá lögreglu og leyniþjónustu Frakklands.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum.Vísir/GraphicNewsÞar að auki hafi nærri því 700 franskir ríkisborgarar ferðast til Sýrlands og Írak og gengið til liðs við vígahópa. Þar af 275 konur og fjöldi barna. Vitað er að 196 franskir vígamenn hafi verið felldir í Sýrlandi og í Írak.Fleiri saklaus fórnarlömb Í Frakklandi hafa 1.350 manns verið til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök og 293 hafa verið fangelsaðir. „Árásirnar verða fleiri og fleiri saklaus fórnarlömb. Það er eitt af hlutverkum mínum að segja Frökkum sannleikann,“ sagði valls.Valls var í viðtali hjá Europe 1 útvarpsstöðinni og var hann spurður út í ummæli Sarkozy, sem vill stofna sérstaka dómstóla fyrir meinta vígamenn og franskir ríkisborgarar sem grunaðir eru um að vera vígamenn yrðu settir í sérstakar fangabúðir. Valls sagði forsetann fyrrverandi hafa rangt fyrir sér og sagði að undir stjórn Sarkozy yrðu árásirnar líklega fleiri. Hann sagði Sarkozy hafa vanmetið ógnina þegar hann var forseti og að hann hafi skaðað varnir ríkisins með niðurskurði. Valls gaf ekki mikið fyrir uppástungur Sarkozy um sérstakar fangabúðir og sagði að hugmyndin væri grimmileg. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir að fleiri hryðjuverkaárásir verði framdar í Frakklandi. Hann segir nýjar tillögur Nicolas Sarkozy, fyrrum forseta landsins og núverandi forsetaframbjóðanda, ekki vera réttu leiðina til að koma í veg fyrir frekari árásir. Sarkozy hefur gagnrýnt ríkisstjórn Frakklands fyrir að ganga ekki nægilega langt til að koma í veg fyrir árásir. Mikill viðbúnaður var í París í vikunni en lögreglan er sögð hafa komið í veg fyrir árás Íslamska ríkisins á lestarstöð í borginni. Valls segir að minnst tvær árásir hafi verið stöðvaðar í vikunni og að um 15 þúsund manns séu nú undir smásjá lögreglu og leyniþjónustu Frakklands.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi á síðustu tveimur árum.Vísir/GraphicNewsÞar að auki hafi nærri því 700 franskir ríkisborgarar ferðast til Sýrlands og Írak og gengið til liðs við vígahópa. Þar af 275 konur og fjöldi barna. Vitað er að 196 franskir vígamenn hafi verið felldir í Sýrlandi og í Írak.Fleiri saklaus fórnarlömb Í Frakklandi hafa 1.350 manns verið til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við hryðjuverkasamtök og 293 hafa verið fangelsaðir. „Árásirnar verða fleiri og fleiri saklaus fórnarlömb. Það er eitt af hlutverkum mínum að segja Frökkum sannleikann,“ sagði valls.Valls var í viðtali hjá Europe 1 útvarpsstöðinni og var hann spurður út í ummæli Sarkozy, sem vill stofna sérstaka dómstóla fyrir meinta vígamenn og franskir ríkisborgarar sem grunaðir eru um að vera vígamenn yrðu settir í sérstakar fangabúðir. Valls sagði forsetann fyrrverandi hafa rangt fyrir sér og sagði að undir stjórn Sarkozy yrðu árásirnar líklega fleiri. Hann sagði Sarkozy hafa vanmetið ógnina þegar hann var forseti og að hann hafi skaðað varnir ríkisins með niðurskurði. Valls gaf ekki mikið fyrir uppástungur Sarkozy um sérstakar fangabúðir og sagði að hugmyndin væri grimmileg.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í París Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira