Voru í fangelsi í fjörutíu daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2016 20:00 Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig. Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig.
Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira