Slæm hugmynd að nappa Porsche mömmu Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2016 16:04 Sextán ára unglingsstrákur í Vancouver í Kanada hélt að það væri góð hugmynd að nýta sér það að móðir hans var á ferðalagi í útlöndum og skreppa í bíltúr á Porsche Cayenne jeppa hennar. Sá bíltúr endaði ekki vel eins og hér sést. Ekki nóg með það að strákurinn ók á kyrrstæðan bíl í bíltúrnum og hreinsaði næstum hjólabúnað bílsins af hægra megin, þá tókst honum einnig að dælda alla hliðina vinstra megin á bílnum við það að reyna að koma bílnum inní bílskúr. Það fórst honum ekki vel úr hendi, enda ekki hlaupið að því að stýra bíl þar sem annað framdekkið rétt hangir á bílnum. Aðförum hans var náð á myndskeið sem hér sést og það er ekki laust við að áhorfendur finni örlítið til með stráknum í bið hans eftir að mæta mömmu sinni. Ekki nóg með þau vandræði þá bíður hans einnig ákæra vegna þess að hann stakk af frá ákeyrslunni á kyrrstæða bílinn. Nokkur bið gæti orðið á því að þessi óheppni unglingur fái ökuskírteini. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent
Sextán ára unglingsstrákur í Vancouver í Kanada hélt að það væri góð hugmynd að nýta sér það að móðir hans var á ferðalagi í útlöndum og skreppa í bíltúr á Porsche Cayenne jeppa hennar. Sá bíltúr endaði ekki vel eins og hér sést. Ekki nóg með það að strákurinn ók á kyrrstæðan bíl í bíltúrnum og hreinsaði næstum hjólabúnað bílsins af hægra megin, þá tókst honum einnig að dælda alla hliðina vinstra megin á bílnum við það að reyna að koma bílnum inní bílskúr. Það fórst honum ekki vel úr hendi, enda ekki hlaupið að því að stýra bíl þar sem annað framdekkið rétt hangir á bílnum. Aðförum hans var náð á myndskeið sem hér sést og það er ekki laust við að áhorfendur finni örlítið til með stráknum í bið hans eftir að mæta mömmu sinni. Ekki nóg með þau vandræði þá bíður hans einnig ákæra vegna þess að hann stakk af frá ákeyrslunni á kyrrstæða bílinn. Nokkur bið gæti orðið á því að þessi óheppni unglingur fái ökuskírteini.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent