Styður sinn mann þrátt fyrir gullleysið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. september 2016 06:30 Stefanía og Jón Margeir á góðri stundu. mynd/úr einkasafni Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30
Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30