Messi, Neymar og Suárez skorað eða lagt upp tæplega 400 mörk fyrir Barcelona Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 08:30 MSN skorar mörk. vísir/getty Barcelona gerði lítið úr skosku meisturunum í Celtic þegar liðin mættust á Nývangi í fyrstu leikviku Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en Börsungar fögnuðu 7-0 sigri. Eins og alltaf var MSN-framherjatríóið; Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, í miklu stuði en það kom að öllum sjö mörkum Barcelona í leiknum. Lionel Messi skoraði þrennu en þetta var sjötta þrennan hans í Meistaradeildinni og sú 36. fyrir Barcelona. Enginn hefur skorað fleiri þrennur en Messi í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn minnkaði líka forskot Cristiano Ronaldo í markakeppni þeirra í Meistaradeildinni en Messi er nú með 86 mörk á móti 93 mörkum Ronaldo sem mætir til leiks með Real Madrid í kvöld. Luis Suárez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en Lionel Messi lagði upp bæði mörkin fyrir hann og kom því með beinum hætti að fimm af sjö mörkum Barcelona. Suárez lagði upp þriðja mark Messi. Brasilíumaðurinn Neymar lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt beint úr aukaspyrnu en hann lagði upp tvö mörk fyrir Lionel Messi og eitt fyrir Andrés Iniesta sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Messi, Suárez og Neymar hafa spilað saman síðan byrjun tímabils 2014-2015 og skorað á þeim tíma 266 mörk samtals og lagt upp önnur 128. Í heildina hefur þríeykið komið með beinum hætti að 394 mörkum fyrir Barcelona og nálgast nú óðfluga 400 mörk. Á fyrstu tveimur leiktíðum þeirra saman skoraði Lionel Messi 99 mörk og lagði upp 57, Suárez skoraði 78 og lagði upp 50 og Neymar skoraði 70 og lagði upp 38. Algjörlega fáránlegar tölur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar í sjöunda himni Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona rúllaði yfir Celtic, 7-0, á Nývangi í C-riðli. 13. september 2016 20:30 Rodgers: Suárez er besti framherji heims Brendan Rodgers mætir sínum gamla lærisveini þegar Celtic mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 13. september 2016 09:30 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Barcelona gerði lítið úr skosku meisturunum í Celtic þegar liðin mættust á Nývangi í fyrstu leikviku Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en Börsungar fögnuðu 7-0 sigri. Eins og alltaf var MSN-framherjatríóið; Lionel Messi, Luis Suárez og Neymar, í miklu stuði en það kom að öllum sjö mörkum Barcelona í leiknum. Lionel Messi skoraði þrennu en þetta var sjötta þrennan hans í Meistaradeildinni og sú 36. fyrir Barcelona. Enginn hefur skorað fleiri þrennur en Messi í Meistaradeildinni. Argentínumaðurinn minnkaði líka forskot Cristiano Ronaldo í markakeppni þeirra í Meistaradeildinni en Messi er nú með 86 mörk á móti 93 mörkum Ronaldo sem mætir til leiks með Real Madrid í kvöld. Luis Suárez skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en Lionel Messi lagði upp bæði mörkin fyrir hann og kom því með beinum hætti að fimm af sjö mörkum Barcelona. Suárez lagði upp þriðja mark Messi. Brasilíumaðurinn Neymar lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt beint úr aukaspyrnu en hann lagði upp tvö mörk fyrir Lionel Messi og eitt fyrir Andrés Iniesta sem kom inn á sem varamaður í hálfleik. Messi, Suárez og Neymar hafa spilað saman síðan byrjun tímabils 2014-2015 og skorað á þeim tíma 266 mörk samtals og lagt upp önnur 128. Í heildina hefur þríeykið komið með beinum hætti að 394 mörkum fyrir Barcelona og nálgast nú óðfluga 400 mörk. Á fyrstu tveimur leiktíðum þeirra saman skoraði Lionel Messi 99 mörk og lagði upp 57, Suárez skoraði 78 og lagði upp 50 og Neymar skoraði 70 og lagði upp 38. Algjörlega fáránlegar tölur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar í sjöunda himni Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona rúllaði yfir Celtic, 7-0, á Nývangi í C-riðli. 13. september 2016 20:30 Rodgers: Suárez er besti framherji heims Brendan Rodgers mætir sínum gamla lærisveini þegar Celtic mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 13. september 2016 09:30 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Börsungar í sjöunda himni Lionel Messi skoraði þrennu þegar Barcelona rúllaði yfir Celtic, 7-0, á Nývangi í C-riðli. 13. september 2016 20:30
Rodgers: Suárez er besti framherji heims Brendan Rodgers mætir sínum gamla lærisveini þegar Celtic mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. 13. september 2016 09:30