Auði gríðarlega misskipt í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 14. september 2016 10:30 Tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands. Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vestrænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfsmanna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfsþjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfsmaður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ef marka má nýja skýrslu Oxfam er Bretland á meðal þeirra vestrænu ríkja þar sem eignaskipting er einna ójöfnust. Skýrslan sýnir að eitt ríkasta prósent íbúa Bretlands á tuttugu sinnum meira en tuttugu fátækustu prósent íbúanna. Þannig eiga 634 þúsund Bretar 20 sinnum meira en þrettán milljónir Breta. Forsvarsmenn Oxfam biðla nú til forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, að vinna í því að minnka eignamuninn milli hópanna. Í skýrslunni, sem byggð er á tölum frá Credit Suisse, kemur fram að tíu ríkustu prósent íbúa landsins eiga yfir helminginn af heildarauði Bretlands, þar af á ríkasta prósentið nærri því fjórðung auðs landsins, eða 23 prósent. Á sama tíma eiga tuttugu fátækustu prósent íbúa landsins einungis 0,8 prósent auðsins. BBC greinir frá því að forsvarsmenn Oxfam leggi fram eftirfarandi tillögur til að leiðrétta skiptingu auðsins: Að auka ásýnd starfsmanna fyrir stjórnum fyrirtækja, skapa hvata hjá fyrirtækjum til að auka aðgang starfsmanna að starfsþjálfun og menntun, að innleiða reglur um að hæst launaði starfsmaður fyrirtækis geti ekki verið með hærri en tuttuguföld laun lægst launaða starfsmannsins, taka á skattsvikum fyrirtækja og notkun þeirra á skattaparadísum.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira