Real Madrid slapp með skrekkinn þegar Sporting frá Lissabon kom í heimsókn í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Þegar mínúta var til leiksloka var staðan 0-1, Sporting í vil. Bruno César skoraði markið á 48. mínútu og það virtist ætla að duga til sigurs gegn Evrópumeisturunum.
En Cristiano Ronaldo var ekki tilbúinn að sætta sig við tap gegn uppeldisfélaginu og hann jafnaði metin í 1-1 með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu.
Real Madrid-menn voru ekki hættir og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Álvaro Morata boltann í netið eftir fyrirgjöf James Rodríguez og tryggði Evrópumeisturunum stigin þrjú.
Evrópumeistararnir sluppu með skrekkinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn



Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn