Fótbolti

Guardiola: Ég get ekki kennt Agüero neitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist engan heiður eiga skilið fyrir frábæra byrjun Sergio Agüero með City-liðinu undir sinni stjórn en Agüero skoraði þrennu í Meistaradeildarleik gegn Borussia Mönchengladbach í gærkvöldi.

Agüero var í leikbanni í Manchester-slagnum um helgina en sneri aftur með látum og innsiglaði þrennuna með því að leika framhjá Yann Sommer í marki þýska liðsins og skora auðveldlega.

„Sergio er góður vegna þess að hann er góður. Hann var góður undir stjórn Manuel Pellegrini, hann er góður með landsliðinu og vonandi verður hann góður hjá mér,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi eftir leik.

„Þessi hæfileiki hans að skora mörk í teignum er meðfæddur. Það er ekkert sem ég get kennt honum.“

„Hann verður bara að vita að það er lið í kringum hann sem er tilbúið að hjálpa honum að komast í góða stöðu. Það er það eina sem ég þarf að sannfæra hann um,“ sagði Pep Guardiola.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×