Búið er að fresta leik ÍBV og Stjörnunnar sem átti að fara fram í Vestmannaeyjum í dag vegna veðurs. Stjarnan kemst ekki til Eyja og verður því að fresta leiknum til morguns.
Leikurinn verður spilaður klukkan 17.00 á morgun og verður þá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Eyjamenn eru í bullandi fallbaráttu með 18 stig í tíunda sæti en Stjarnan er komin niður í sjötta sætið með 27 stig eftir fjóra tapleiki í röð.
Fimm leikir fara samt sem áður fram í Pepsi-deildinni í dag og hefjast fjórir þeirra klukkan 17.00. Þrír leikir af fimm verða í beinni útsendingu og í heildina fjórir af sex í umferðinni.
Leikir dagsins:
17.00 Víkingur Ó - Víkingur R
17.00 ÍA - KR (í beinni á Stöð 2 Sport)
17.00 Fylkir - FH (í beinni á Stöð 2 Sport 3)
17.00 Fjölnir - Þróttur
20.00 Valur - Breiðablik (í beinni á Stöð 2 Sport)
Leik ÍBV og Stjörnunnar frestað | Verður í beinni á morgun

Tengdar fréttir

Stór dagur í Pepsi-deildinni | Heil umferð spiluð og þrír leikir í beinni
FH-ingar geta komið níu og hálfum fingri á titilinn og baráttan um Evrópusæti harðnar.