Fótbolti

Búið að opna mál Neymar upp á nýtt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvenær endar þetta mál eiginlega?
Hvenær endar þetta mál eiginlega? vísir/getty
Spænska knattspyrnusambandið hefur staðfest að sátt sem Barcelona náði við spænska ríkið í sumar vegna mála Brasilíumannsins Neymar sé nú til skoðunar hjá sambandinu.

Barcelona greiddi 4,3 milljónir punda, eða 650 milljónir króna, sekt vegna þessa máls í júní síðastliðnum. Barcelona var sakað um skattsvindl í tengslum við kaupin á Neymar en því hafnaði félagið. Það ákvað þó að semja um þessa sekt í stað þess að halda áfram með málið.

Barcelona sagðist hafa greitt 43 milljónir punda, 6,5 milljarða króna, fyrir leikmanninn á sínum tíma. Foreldrar Neymar fengu 5,2 milljarða króna en afgangurinn fór til félags Neymar á þeim tíma, Santos.

Það fannst snemma lykt af málinu og eftir rannsókn á félagaskiptunum var sagt að kaupverðið væri nær 10,7 milljörðum króna. Þeir sem rannsökuðu málið sögðu Barcelona leyna hluta kaupverðsins og með því að komast hjá því að greiða skatta.

Barcelona hélt að málinu væri lokið í sumar með greiðslu þessa sektar en spænska sambandið er búið að opna málið aftur og vill skoða betur þetta samkomulag Börsunga við spænska ríkið frá því sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×