Elfar Freyr heppinn að fá ekki rautt: „Þetta er gjörsamlega óþolandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 11:00 Breiðablik er í bílstjórasætinu ásamt Fjölni í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deild karla eftir flottan 3-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Blikar komust 1-0 yfir með marki Árna Vilhjálmssonar í fyrri hálfleik en vendipunktur leiksins var alveg undir lok fyrri hálfleiksins þegar Rasmus Christiansen fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Árna þegar hann var að sleppa einn í gegn. Flestir eru sammála dómi Gunnars Jarls Jónssonar, dómara leiksins, en strákarnir í Pepsi-mörkunum voru allt annað en ánægðir með Blikann Elfar Frey Helgason sem blandaði sér í málið og stóð yfir Rasmus er hann hundskammaði Danann fyrir brotið. Þegar Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, kom svo til að vernda sinn mann og ýtti í bringuna á Elfari henti hann sér niður og hélt um höfuð sér. Elfar Freyr fékk gult spjald fyrir sinn þátt í uppákomunni. „Hvað er Elfar Freyr Helgason að gera þarna? Í alvöru talað, átti hann að fá rautt líka?“ spurði Hörður Magnússon sérfræðinga sína í gærkvöldi. „Hann hefði getað fengið rautt fyrir að lesa þarna yfir Rasmus og fyrir þessa frábæru dýfu,“ sagði Hjörvar Hafliðason en Hirti Hjartarsyni var alls ekki skemmt. „Hvað er Elfar að gera þarna? Almáttugur. Svo ætlar hann að vera svakalega harður og lesa yfir mönnum en þegar það er rétt komið við hann grípur hann um höfuð sér og virkar stórslasaður. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Þetta er topp strákur og allt það en þetta er fáránlegt,“ sagði Hjörtur Hjartarson. Alla umræðuna úr Pepsi-mörkum gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Sjáðu mörk kvöldsins í Pepsi-deildinni Árni Vilhjálmsson var magnaður í 3-0 sigri Breiðabliks á Val í kvöld. 15. september 2016 23:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Breiðablik er í bílstjórasætinu ásamt Fjölni í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deild karla eftir flottan 3-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkvöldi. Blikar komust 1-0 yfir með marki Árna Vilhjálmssonar í fyrri hálfleik en vendipunktur leiksins var alveg undir lok fyrri hálfleiksins þegar Rasmus Christiansen fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Árna þegar hann var að sleppa einn í gegn. Flestir eru sammála dómi Gunnars Jarls Jónssonar, dómara leiksins, en strákarnir í Pepsi-mörkunum voru allt annað en ánægðir með Blikann Elfar Frey Helgason sem blandaði sér í málið og stóð yfir Rasmus er hann hundskammaði Danann fyrir brotið. Þegar Orri Sigurður Ómarsson, miðvörður Vals, kom svo til að vernda sinn mann og ýtti í bringuna á Elfari henti hann sér niður og hélt um höfuð sér. Elfar Freyr fékk gult spjald fyrir sinn þátt í uppákomunni. „Hvað er Elfar Freyr Helgason að gera þarna? Í alvöru talað, átti hann að fá rautt líka?“ spurði Hörður Magnússon sérfræðinga sína í gærkvöldi. „Hann hefði getað fengið rautt fyrir að lesa þarna yfir Rasmus og fyrir þessa frábæru dýfu,“ sagði Hjörvar Hafliðason en Hirti Hjartarsyni var alls ekki skemmt. „Hvað er Elfar að gera þarna? Almáttugur. Svo ætlar hann að vera svakalega harður og lesa yfir mönnum en þegar það er rétt komið við hann grípur hann um höfuð sér og virkar stórslasaður. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Þetta er topp strákur og allt það en þetta er fáránlegt,“ sagði Hjörtur Hjartarson. Alla umræðuna úr Pepsi-mörkum gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Sjáðu mörk kvöldsins í Pepsi-deildinni Árni Vilhjálmsson var magnaður í 3-0 sigri Breiðabliks á Val í kvöld. 15. september 2016 23:50 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17
Sjáðu mörk kvöldsins í Pepsi-deildinni Árni Vilhjálmsson var magnaður í 3-0 sigri Breiðabliks á Val í kvöld. 15. september 2016 23:50
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45