Höddi Magg um ákvörðun Óla Jóh: "Er enn þá árið 1985?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. september 2016 12:00 Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára Guðjohnsen, var í fyrsta sinn í byrjunarliði í efstu deild í gærkvöldi þegar Ólafur Jóhannesson valdi strákinn unga og efnilega fram yfir tvo danska atvinnumenn í stórleik 19. umferðar Pepsi-deildarinnar gegn Breiðabliki í gærkvöldi. Sveinn Aron átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en fékk gott færi eftir laglegan einleik snemma í þeim síðari og var hársbreidd frá því að skora sitt fyrsta mark. Fyrir leikinn í gær var hann þrisvar sinnum búinn að koma inn á síðan hann gekk í raðir Vals í sumarglugganum. „Mér fannst hann standa sig alveg ágætlega. Hann var svolítið týndur í fyrri hálfleik en þarna sýnir hann frábær tilþrif,“ sagði Hjörtur Hjartarson, sérfræðingur Pepsi-markanna, um Svein Aron og færið hans. Eftir leikinn sóttist Stöð 2 Sport, eins og allir aðrir fjölmiðlar á leiknum, eftir því að fá viðtal við Svein Aron en Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, tók fyrir það eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi.„Okkur langaði að tala við Svein Aron eftir leik en Óli Jóh bannaði okkur að tala við hann. Ég meina, Óli er búinn að vera landsliðsþjálfari og svona, það er ekki enn þá árið 1985, er það? Af hverju má hann ekki koma í viðtal?“ sagði Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsi-markanna. „Þarf að passa svona upp á leikmenn?“ sagði Hjörtur og Hjörvar Hafliðason skildi ekki alveg ákvörðunina. „Ég held að Óli þurfi að svara því. Sveinn er mjög klár drengur.“ Hörður Magnússon hafði lítinn húmor fyrir þessari ákvörðun síns gamla þjálfara og spurði: „Finnst ykkur þetta ekki hallærislegt?“ „Jú, þetta er það. Við sáum að KR-ingarnir gerðu þetta á síðustu leiktíð þegar þeir drógu Gary Martin í burtu en Sveinn er mjög skýr strákur og ég held að hann hefði ekki sagt neina vitleysu og komist vel frá sínu. Það er gaman þegar ungir leikmenn fá tækifæri,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Besta færi Sveins Arons í leiknum og umræðuna um viðtalsbannið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Þjálfarinn vildi ekki að Sveinn Aron færi í viðtöl Sveinn Aron Guðjohnsen lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Val í Pepsi-deild karla í kvöld. 15. september 2016 23:17
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Breiðablik 0-3 | Blikar stöðvuðu sjóðheita Valsmenn Valsmenn þurftu að sætta sig við 0-3 tap gegn Blikum á heimavelli í kvöld en þetta var fyrsta tap Valsmanna í rúman mánuð. 15. september 2016 22:45