Gwyneth Paltrow borðaði kleinur í hrauninu á Reykjanesi - Myndir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 10:36 Reykjanesið heillaði. Vísir/Goop Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow var stödd á Íslandi í sumar og virðist hafa skemmt sér afar vel ef marka má færslu á síðu hennar. Birtir hún þar ferðasögu fimm daga ferðalags síns hér á landi ásamt myndum. Líkt og Vísir greindi frá var Paltrow hér á ferð með börnum sínum, Apple og Moses, sem hún á með Íslandsvininum Chris Martin, söngvara Coldplay. Segir hún í ferðasögu sinni að Ísland sé fullkomið fyrir fjölskylduferð enda hrífi landið með sér bæði börn og fullorðna. Fékk hún lúxusferðaþjónustufyrirtæki til þess að skipuleggja fyrir sig einstaka ferð og markmiðið var einfalt. Þau áttu að fá að sjá eins mikið og mögulegt var á fimm dögum. Á fyrsta degi skellti fjölskyldan sér í fjórhjólaferð um Reykjaneskagann þar sem þau gæddu sér á kleinum í hrauninu. Segir Paltrow að kleinurnar séu keimlíkar kleinuhringjum, bara mun betri. Þá stoppuðu þau á Grillmarkaðinum í kvöldmat áður en þau gistu í Tower Suites Reykjavik.Paltrow á Langjökli.Mynd/GoopMikið var um að vera á öðrum degi ferðarinnar og fóru þau í hvalaskoðun og í hádegismat á Gló en Paltrow hrósar matreiðslubók Sollu Eiríksdóttur, stofnanda Gló, í hástert. Eftir hádegismat fóru þau í Þríhnjúkagíga sem má segja sé að verða einn vinsælasti áfangastaður frægra einstaklinga sem hingað koma til lands en stutt er síðan David Beckham skellti sér þangað ásamt eiginkonu sinni Victoriu.Eftir þéttskipaðan dag fóru þau að lokum í Bláa lónið sem þau segja vera einstakt. Á þriðja degi fetaði fjölskyldan í fótspor Kim Kardashian og fóru þau gullna hringinn áður en þau skelltu sér á snjósleða upp á Langjökul. Þaðan fóru þau á Friðheima sem öðlaðist heimsfrægð þegar Kim og Kanye gæddu sér á tómötum sem ræktaðir eru á staðnum. Á fjórða degi var komið að þyrluferð í Þórsmörk þar sem stoppað var á Gígjökli og komið við hjá Seljalandsfossi. Fimmti og síðasti dagurinn fór svo í hestaferð hjá Sólhestum á Suðurlandi auk þess sem borðaður var hádegismatur við Fjöruborðið á Stokkseyri en Paltrow virðist hafa verið svo hrifinn af matnum að hún útbjó sína eigin uppskrift að íslenskum humri sem lesendur Paltrow geta nálgast hér.Ferðasöguna í heild sinni og fleiri myndir má sjá hér.Við Þríhnjúkagíg.Vísir/Goop
Íslandsvinir Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11 Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04 David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49 Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Gwyneth Paltrow á Íslandi Stoppar hér ásamt börnum sínum eftir að hafa farið á tónleika Coldplay á Glastonbury. 29. júní 2016 13:11
Kim og Kanye í góðu yfirlæti á Friðheimum Stjörnuparið Kim Kardashian og Kanye West fóru frá Reykjavík og suður á land ef marka má samfélagsmiðilinn Snapchat. 17. apríl 2016 18:04
David Beckham í Þríhnjúkagíg Bassaleikari Hjaltalín deildi Facebook mynd af sér og fótboltagoðinu rétt í þessu. 8. júlí 2016 12:49