Gwyneth Paltrow á Íslandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. júní 2016 13:11 Sést hefur til leikkonunnar Gwyneth Paltrow í Reykjavík en hún er hér víst með börnin sín tvö. Líklegast hefur hún stoppað hér við á leið sinni til Bandaríkjanna en hún var viðstödd tónleika Coldplay á Glastonbury hátíðinni í Bretlandi um helgina. Hún sótti tónleikana ásamt börnum sínum og Chris Martin, söngvara Coldplay, en þeim er vel til vina eftir að hafa skilið fyrir nokkru. Gwyneth birti myndband á Instagram síðu sinni á sunnudag sem sýnir börn hennar og Chris Martin syngja með hljómsveit pabba síns á stóra sviðinu þar á sunnudagskvöld. Heimildir Vísis herma að hún ætli að skella sér út á land næstu daga og skoða sig um eins og hver annar túristi.Morgunblaðið greindi frá því að leikkonan hefur tvívegis heimsótt veitingarstaðinni Gló í Faxafeni en hún er afar hrifin af heilsufæði og hefur meðal annars gefið út fjórar matreiðslubækur frá því árið 2008.Skrifar um mat fyrir vefsíðuÞá heldur Gwyneth úti heilsu- og lífsstílssíðunni Goop þar sem hún skrifar meðal annars pistla um heimsóknir til mismunandi borga heims og mælir með góðum veitingarstöðum. Það gæti því vel hugsast að Gló fái einhverja umsögn þar á næstunni en Goop nýtur mikilla vinsælda um heim allan.Hér fyrir neðan má sjá krúttlegt myndband leikkonunnar af börnum hennar á sviði með pabba sínum og Coldplay á sunnudaginn. A video posted by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Jun 26, 2016 at 3:43pm PDT Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow og Jimmy Fallon borðuðu nýja húðvörulínu hennar Nei, í alvöru. 5. mars 2016 17:53 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Sést hefur til leikkonunnar Gwyneth Paltrow í Reykjavík en hún er hér víst með börnin sín tvö. Líklegast hefur hún stoppað hér við á leið sinni til Bandaríkjanna en hún var viðstödd tónleika Coldplay á Glastonbury hátíðinni í Bretlandi um helgina. Hún sótti tónleikana ásamt börnum sínum og Chris Martin, söngvara Coldplay, en þeim er vel til vina eftir að hafa skilið fyrir nokkru. Gwyneth birti myndband á Instagram síðu sinni á sunnudag sem sýnir börn hennar og Chris Martin syngja með hljómsveit pabba síns á stóra sviðinu þar á sunnudagskvöld. Heimildir Vísis herma að hún ætli að skella sér út á land næstu daga og skoða sig um eins og hver annar túristi.Morgunblaðið greindi frá því að leikkonan hefur tvívegis heimsótt veitingarstaðinni Gló í Faxafeni en hún er afar hrifin af heilsufæði og hefur meðal annars gefið út fjórar matreiðslubækur frá því árið 2008.Skrifar um mat fyrir vefsíðuÞá heldur Gwyneth úti heilsu- og lífsstílssíðunni Goop þar sem hún skrifar meðal annars pistla um heimsóknir til mismunandi borga heims og mælir með góðum veitingarstöðum. Það gæti því vel hugsast að Gló fái einhverja umsögn þar á næstunni en Goop nýtur mikilla vinsælda um heim allan.Hér fyrir neðan má sjá krúttlegt myndband leikkonunnar af börnum hennar á sviði með pabba sínum og Coldplay á sunnudaginn. A video posted by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Jun 26, 2016 at 3:43pm PDT
Tengdar fréttir Gwyneth Paltrow og Jimmy Fallon borðuðu nýja húðvörulínu hennar Nei, í alvöru. 5. mars 2016 17:53 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira