Martin skoraði 18 stig gegn Belgum, tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum í tvígang. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum utan af velli og bæði vítin sem hann tók.
Þessi frammistaða skilaði Martin í úrvalslið 6. umferðar undankeppninnar. Þetta er í annað sinn sem Martin er valinn í úrvalsliðið en hann var einnig í úrvalsliði 2. umferðar.
Martin er í góðum félagsskap en í úrvalsliði 6. umferðar má m.a. finna Georgíumanninn Zaza Pachulia, leikmann Golden State Warriors í NBA-deildinni.
Martin spilaði skínandi vel í undankeppni EM 2017. Hann byrjaði alla sex leikina, skoraði 14,2 að meðaltali í leik, tók 4,0 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar. Þá var skotnýting hans frábær; 52,3% í tveggja stiga skotum og 57,1% í þriggja stiga skotum.
FIBA #EuroBasket2017 Qualifiers Gameday 6 Top Performer: @M1keD1xonJR, @hermannsson15, Stylianou, Gomes and @zaza27 pic.twitter.com/EbURmsM71A
— FIBA (@FIBA) September 18, 2016