Framtíðin er þeirra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2016 06:00 Haukur Helgi Pálsson og Kristófer Acox fallast í faðma eftir að lokaflautið gall í Laugardalshöllinni á laugardaginn. mynd/bára dröfn kristinsdóttir „Þetta er frábær tilfinning. Hún var góð síðast en að gera þetta tvisvar í röð er mjög sérstakt,“ sagði reynsluboltinn Jón Arnór Stefánsson eftir að Ísland tryggði sér farseðilinn á annað Evrópumótið í röð. Íslensku strákarnir unnu frábæran sigur, 74-68, á sterku liði Belga frammi fyrir troðfullri Laugardalshöll á laugardaginn. Reikningsmeistarar Körfuknattleikssambandsins voru reyndar búnir að finna út að Ísland mætti tapa með 16 stiga mun og kæmist samt áfram. En það vissu strákarnir ekki. Þeir vildu og ætluðu að vinna leikinn. „Við fórum í þennan leik til að vinna hann. Við fengum ekki að vita nein úrslit fyrir leikinn. Þeir eru með hörkulið og það sýnir mikinn andlegan styrk að vinna þá,“ sagði Jón Arnór sem var á annarri löppinni í undankeppninni. „Það er gaman að sjá hvernig ungu strákarnir í liðinu hafa stigið upp og dregið vagninn. Það er mjög gott því ég hef verið í lélegu standi,“ sagði Jón ArnórErfitt í upphafi Hann, líkt og fleiri leikmenn í íslenska liðinu, átti erfitt uppdráttar í sókninni framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var skotnýting Íslands einungis 18,2 prósent og aðeins þrír leikmenn komnir á blað. Jón Arnór klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum og íslenska liðið lenti mest 14 stigum undir, 15-29, snemma í öðrum leikhluta. Íslensku strákarnir hittu skelfilega en voru duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Þrátt fyrir erfiða stöðu brotnaði íslenska liðið ekki, hélt áfram að berjast í vörninni og fór að minnka muninn. Kristófer Acox jafnaði metin í 34-34 af vítalínunni en Belgar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik þegar þeir settu niður flautuþrist. Hann var þó aðeins kinnhestur en ekki rothögg. Í seinni hálfleik spilaði íslenska liðið svo frábærlega og landaði sex stiga sigri, 74-68, á liði sem fór í 16-liða úrslit á síðasta EM.grafík/fréttablaðiðGreip tækifærið með báðum „Fyrri hálfleikurinn á móti Sviss og seinni hálfleikurinn gegn Belgíu eru tveir bestu hálfleikir sem ég hef séð landsliðið spila,“ sagði ein af hetjum íslenska liðsins, Martin Hermannsson. Martin, sem fagnaði 22 ára afmæli sínu á föstudaginn, byrjaði alla sex leikina í undankeppninni og tók stærra hlutverki og aukinni ábyrgð fagnandi. Strákurinn er algjörlega óttalaus og gríðarlega þroskaður miðað við aldur. Yfirvegunin er mikil og það er sjaldan sem Martin tekur illa ígrunduð skot eða slæmar ákvarðanir. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu á laugardaginn með 18 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum tvisvar sinnum. Þá var skotnýtingin frábær, eða 77,8 prósent. Martin var ekki eini ungi KR-ingurinn sem lét að sér kveða í undankeppninni því áðurnefndur Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið. Kristófer var með 6,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í undankeppninni, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 15 mínútur að meðaltali í leik. „Hann hefur komið frábærlega inn í þetta,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins, um nýja félaga sinn undir körfunni. „Hann er mjög sérstök týpa í íslenskum körfubolta, mikill íþróttamaður og það er gaman að spila með honum. Þetta er góður drengur og framtíðin er hans.“ Kristófer skilaði ekki einungis flottum tölum heldur sendu troðslur hans í heimaleikjunum gegn Kýpur og Belgíu sterk skilaboð og kveiktu í áhorfendum. „Ég fékk smá nasaþef af þessu á Smáþjóðaleikunum í fyrra en það er geðveikt að spila svona alvöru leiki í fullri höll,“ sagði Kristófer eftir leik. Hann fékk ekki leyfi frá Furman-háskólanum til að fara með á EM í fyrra en hann ætlar að vera með að ári. „Það er ekkert annað í stöðunni, þetta er geðveikt. Ég er bara orðlaus,“ bætti Kristófer við.Björt framtíð Eins og Hlynur sagði er framtíðin Kristófers og framtíðin í íslenska landsliðinu virðist björt. Elvar Már Friðriksson spilaði minna en Martin og Kristófer í undankeppninni en skilaði góðu verki á báðum endum vallarins. Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason er í mikilli framför og handan við hornið bíða fleiri strákar úr U-20 ára liðinu sem vann sér sæti í A-deild Evrópumótsins í sumar. Þá eru lykilmenn eins og Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson á góðum aldri. Og þeir sem eldri eru hafa lítið gefið eftir. Það eru því spennandi tímar fram undan í íslenskum körfubolta. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning. Hún var góð síðast en að gera þetta tvisvar í röð er mjög sérstakt,“ sagði reynsluboltinn Jón Arnór Stefánsson eftir að Ísland tryggði sér farseðilinn á annað Evrópumótið í röð. Íslensku strákarnir unnu frábæran sigur, 74-68, á sterku liði Belga frammi fyrir troðfullri Laugardalshöll á laugardaginn. Reikningsmeistarar Körfuknattleikssambandsins voru reyndar búnir að finna út að Ísland mætti tapa með 16 stiga mun og kæmist samt áfram. En það vissu strákarnir ekki. Þeir vildu og ætluðu að vinna leikinn. „Við fórum í þennan leik til að vinna hann. Við fengum ekki að vita nein úrslit fyrir leikinn. Þeir eru með hörkulið og það sýnir mikinn andlegan styrk að vinna þá,“ sagði Jón Arnór sem var á annarri löppinni í undankeppninni. „Það er gaman að sjá hvernig ungu strákarnir í liðinu hafa stigið upp og dregið vagninn. Það er mjög gott því ég hef verið í lélegu standi,“ sagði Jón ArnórErfitt í upphafi Hann, líkt og fleiri leikmenn í íslenska liðinu, átti erfitt uppdráttar í sókninni framan af leik. Eftir fyrsta leikhluta var skotnýting Íslands einungis 18,2 prósent og aðeins þrír leikmenn komnir á blað. Jón Arnór klikkaði á fyrstu átta skotunum sínum og íslenska liðið lenti mest 14 stigum undir, 15-29, snemma í öðrum leikhluta. Íslensku strákarnir hittu skelfilega en voru duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Þrátt fyrir erfiða stöðu brotnaði íslenska liðið ekki, hélt áfram að berjast í vörninni og fór að minnka muninn. Kristófer Acox jafnaði metin í 34-34 af vítalínunni en Belgar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik þegar þeir settu niður flautuþrist. Hann var þó aðeins kinnhestur en ekki rothögg. Í seinni hálfleik spilaði íslenska liðið svo frábærlega og landaði sex stiga sigri, 74-68, á liði sem fór í 16-liða úrslit á síðasta EM.grafík/fréttablaðiðGreip tækifærið með báðum „Fyrri hálfleikurinn á móti Sviss og seinni hálfleikurinn gegn Belgíu eru tveir bestu hálfleikir sem ég hef séð landsliðið spila,“ sagði ein af hetjum íslenska liðsins, Martin Hermannsson. Martin, sem fagnaði 22 ára afmæli sínu á föstudaginn, byrjaði alla sex leikina í undankeppninni og tók stærra hlutverki og aukinni ábyrgð fagnandi. Strákurinn er algjörlega óttalaus og gríðarlega þroskaður miðað við aldur. Yfirvegunin er mikil og það er sjaldan sem Martin tekur illa ígrunduð skot eða slæmar ákvarðanir. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu á laugardaginn með 18 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal boltanum tvisvar sinnum. Þá var skotnýtingin frábær, eða 77,8 prósent. Martin var ekki eini ungi KR-ingurinn sem lét að sér kveða í undankeppninni því áðurnefndur Kristófer Acox kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið. Kristófer var með 6,0 stig og 4,7 fráköst að meðaltali í undankeppninni, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað 15 mínútur að meðaltali í leik. „Hann hefur komið frábærlega inn í þetta,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins, um nýja félaga sinn undir körfunni. „Hann er mjög sérstök týpa í íslenskum körfubolta, mikill íþróttamaður og það er gaman að spila með honum. Þetta er góður drengur og framtíðin er hans.“ Kristófer skilaði ekki einungis flottum tölum heldur sendu troðslur hans í heimaleikjunum gegn Kýpur og Belgíu sterk skilaboð og kveiktu í áhorfendum. „Ég fékk smá nasaþef af þessu á Smáþjóðaleikunum í fyrra en það er geðveikt að spila svona alvöru leiki í fullri höll,“ sagði Kristófer eftir leik. Hann fékk ekki leyfi frá Furman-háskólanum til að fara með á EM í fyrra en hann ætlar að vera með að ári. „Það er ekkert annað í stöðunni, þetta er geðveikt. Ég er bara orðlaus,“ bætti Kristófer við.Björt framtíð Eins og Hlynur sagði er framtíðin Kristófers og framtíðin í íslenska landsliðinu virðist björt. Elvar Már Friðriksson spilaði minna en Martin og Kristófer í undankeppninni en skilaði góðu verki á báðum endum vallarins. Miðherjinn hávaxni Tryggvi Snær Hlinason er í mikilli framför og handan við hornið bíða fleiri strákar úr U-20 ára liðinu sem vann sér sæti í A-deild Evrópumótsins í sumar. Þá eru lykilmenn eins og Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson á góðum aldri. Og þeir sem eldri eru hafa lítið gefið eftir. Það eru því spennandi tímar fram undan í íslenskum körfubolta.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira