Vopnahléið hangir á bláþræði Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2016 13:30 Úr Aleppo. Vísir/AFP Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Vopnahlé Bandaríkjanna og Rússlands í Sýrlandi hangir á bláþræði. Talsmaður uppreisnarmanna sagði fyrr í dag að vopnahléið væri svo gott sem búið og gaf í skyn að uppreisnarhópar hefðu hafið undirbúning fyrir átök að nýju. Vopnahléið var sett á fyrir viku síðan og hefur víða verið rofið, þó það hafi haldið að mestu. Nú um helgina gerðu Bandaríkjamenn loftárásir gegn liðsmönnum stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og felldu minnst 60 hermenn. Þeir segja árásirnar hafa verið gerðar fyrir misskilning og markmiðið hafi verið að ráðast á vígamenn Íslamska ríkisins. Þá voru gerðar loftárásir á borgina Aleppo í morgun og er það í fyrsta sinn frá því að vopnahléið var sett á. Enn hefur ekki tekist að koma neyðaraðstoð til íbúa austurhluta Aleppo þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum, en stjórnarherinn hefur setið um borgina í marga mánuði. Ekki hefur tekist að tryggja öryggi hjálparstarfsmanna á svæðinu.Ásakanir ganga á víxl Bandaríkin segja Rússa ekki hafa náð stjórn á stjórnarhermönnum á svæðinu og Rússar saka Bandaríkin um að ná ekki stjórn á uppreisnarhópum. Einn liður í samkomulaginu um vopnahlé fól í sér að Bandaríkin og Rússlands hæfu sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS og Jabhat Fateh al-Sham, áður Nusra Front og deildar al-Qaeda í Sýrlandi. Hófsömum uppreisnarhópum var gert að slíta sig frá JFS en það virðist ekki hafa gerst. Háttsettur meðlimur rússneska hersins sagði TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, að það væri tilgangslaust fyrir stjórnarherinn að fylgja vopnahléinu á meðan uppreisnarhópar gerðu það ekki. Átökin í Sýrlandi eru gífurlega flókin þar sem fjölmargir hópar berjast sín á milli og í mismunandi bandalögum. Óöldin í Sýrlandi hefur staðið yfir í rúm fimm ár. Sameinuðu þjóðirnar héldu því fram í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið, en þeir eru hættir að halda utan um þær tölur þar sem erfiðlega hefur gengið að sannreyna heimildir þeirra.Syrian ceasefire on brink of collapse pic.twitter.com/EuEvRCAtNi— AFP news agency (@AFP) September 19, 2016
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00 Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30 Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42 Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33 Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Tortryggnir á vopnahléið Vikulangt vopnahlé tók gildi í gærkvöld í Sýrlandi. Uppreisnarmenn óttast að Assad forseti noti tækifærið til árása. Hjálparsamtök vilja nýta tímann. 13. september 2016 07:00
Hjálpargögn hafa enn ekki borist stríðhrjáðum íbúum Aleppo Fjöldi flutningabíla með matvæli fyrir íbúa Aleppo í Sýrlandi hafa beðið við landamæri Tyrklands frá því á þriðjudag. 18. september 2016 12:30
Enn barist í Sýrlandi þrátt fyrir vopnahlé Yfir hundrað manns hafa látist í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. 11. september 2016 22:42
Erfiðlega gengur að koma neyðarhjálp til Aleppo Hvorki stjórnarher Sýrlands né uppreisnarmenn hafa hörfað frá vegi sem er mikilvægur birgðaflutningum til íbúa borgarinnar. 15. september 2016 14:33
Vopnahléið hélt fyrstu nóttina Íbúar í Aleppo segjas nóttina hafa verið rólega og eftirlitsaðilar segja að engir borgarar hafi látið lífið. 13. september 2016 08:47