Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir Björgunarsveitina Húna sinna hálfgerðu löggæsluhlutverki í stað fjarverandi lögrelumanna. „Við erum einfaldlega gríðarlega ósátt við þennan viðbragðstíma,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hálfsextugur maður lést er bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga miðvikudaginn 24. ágúst. Lögreglumenn komu ekki á staðinn fyrr en tveimur klukkustundum eftir að hringt var í Neyðarlínuna. Byggðaráð Húnaþings vestra fékk af því tilefni á sinn fund lögreglustjórann og yfirlögregluþjóninn á Norðurlandi vestra til að fá skýringar. „Við fengum þá skýringu að þeir hefðu verið á skotæfingu fyrir utan Sauðárkrók. Þá þurftu menn að pakka öllu saman fyrst og græja hluti,“ segir Guðný Hrund. Páll Björnsson lögreglustjóri staðfestir að engir lögreglumenn hafi verið á starfsstöðinni á Blönduósi þegar umrætt útkall barst vegna æfinga með skotvopn í Skagafirði. „Það var þoka á leiðinni, er mér sagt – og efast ég ekki um það,“ segir Páll sem kveður lögreglumenn sína einnig hafa nefnt framkvæmdir við Blöndubrú. „En það er nú annað mál, ég á eftir að fá þessar skýringar á þessu öllu saman.“ Um 105 kílómetrar eru á milli Sauðárkróks og Hvammstanga. Guðný Hrund segir fólk afar ósátt við að það taki lögreglu tvær klukkustundir að bregðast við þegar neyðarástand skapist. Um 1.170 manns búi í Húnaþingi vestra, þar af um 550 á Hvammstanga sem sé miðstöð mikillar þjónustu. „Við erum ekki að gagnrýna þá lögreglumenn sem eru að starfa að heldur erum við að gagnrýna stjórnun og það fjármagn sem fer í löggæslu,“ segir Guðný Hrund. Aðspurð segist Guðný ekki geta metið hvort sein viðbrögð lögreglunnar hafi haft áhrif á mál mannsins sem fór í höfnina fyrir níu dögum. „Ég hef ekki trú á því, nei,“ svarar Páll um sama atriði. „En auðvitað eiga menn að fara á staðinn eins fljótt og mögulegt er. Það er ekki spurning.“ Upp hafa komið tilvik þar sem jafnvel aðeins einn lögreglumaður er á vakt í umdæmi sem nær frá miðri Holtavörðuheiði í suðri upp á miðja Öxnadalsheiði í norðri. „Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum yfir óviðunandi stöðu og fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra,“ segir byggðaráðið í bókun. Aðspurður kveðst Páll lögreglustjóri að mörgu leyti sama sinnis. „Það þyrfti að vera betur mannað og ýmislegt fleira þyrfti að koma til,“ segir Páll og nefnir meðal annars að veikindi og frí setji stundum strik í reikninginn á áður ákveðnum vöktum. Of mikill hluti fjárveitingarinnar fari í laun lögreglumannanna. „Það þyrftu að vera til meiri fjármunir til að reka þetta embætti að öðru leyti.“ Sveitarstjórinn segir það vitanlega skipta miklu máli við tilvik eins og hér er rætt um að lögreglan komi og taki stjórnina á vettvangi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Húna hafi komið til skjalanna, tekið að sér stjórnina og verið tilbúnir með kafara en slík aðstoð hafi þó borist með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Björgunarsveitin hefur brugðist vel við þegar til hennar hefur verið leitað og má segja að hún sé hálfgerð löggæsla á svæðinu en þá erum við að tala um að það séu bara fyrirtæki hér í Húnaþingi sem eru að borga fyrir löggæsluna því að þetta eru auðvitað menn sem þurfa að fara úr sinni vinnu,“ segir Guðný Hrund. Atvikið í höfninni sé langt í frá eina dæmið um of langan viðbragðstíma lögreglunnar: „Þetta er bara punkturinn yfir i-ið. Mælirinn er bara fullur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
„Við erum einfaldlega gríðarlega ósátt við þennan viðbragðstíma,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hálfsextugur maður lést er bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga miðvikudaginn 24. ágúst. Lögreglumenn komu ekki á staðinn fyrr en tveimur klukkustundum eftir að hringt var í Neyðarlínuna. Byggðaráð Húnaþings vestra fékk af því tilefni á sinn fund lögreglustjórann og yfirlögregluþjóninn á Norðurlandi vestra til að fá skýringar. „Við fengum þá skýringu að þeir hefðu verið á skotæfingu fyrir utan Sauðárkrók. Þá þurftu menn að pakka öllu saman fyrst og græja hluti,“ segir Guðný Hrund. Páll Björnsson lögreglustjóri staðfestir að engir lögreglumenn hafi verið á starfsstöðinni á Blönduósi þegar umrætt útkall barst vegna æfinga með skotvopn í Skagafirði. „Það var þoka á leiðinni, er mér sagt – og efast ég ekki um það,“ segir Páll sem kveður lögreglumenn sína einnig hafa nefnt framkvæmdir við Blöndubrú. „En það er nú annað mál, ég á eftir að fá þessar skýringar á þessu öllu saman.“ Um 105 kílómetrar eru á milli Sauðárkróks og Hvammstanga. Guðný Hrund segir fólk afar ósátt við að það taki lögreglu tvær klukkustundir að bregðast við þegar neyðarástand skapist. Um 1.170 manns búi í Húnaþingi vestra, þar af um 550 á Hvammstanga sem sé miðstöð mikillar þjónustu. „Við erum ekki að gagnrýna þá lögreglumenn sem eru að starfa að heldur erum við að gagnrýna stjórnun og það fjármagn sem fer í löggæslu,“ segir Guðný Hrund. Aðspurð segist Guðný ekki geta metið hvort sein viðbrögð lögreglunnar hafi haft áhrif á mál mannsins sem fór í höfnina fyrir níu dögum. „Ég hef ekki trú á því, nei,“ svarar Páll um sama atriði. „En auðvitað eiga menn að fara á staðinn eins fljótt og mögulegt er. Það er ekki spurning.“ Upp hafa komið tilvik þar sem jafnvel aðeins einn lögreglumaður er á vakt í umdæmi sem nær frá miðri Holtavörðuheiði í suðri upp á miðja Öxnadalsheiði í norðri. „Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum yfir óviðunandi stöðu og fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra,“ segir byggðaráðið í bókun. Aðspurður kveðst Páll lögreglustjóri að mörgu leyti sama sinnis. „Það þyrfti að vera betur mannað og ýmislegt fleira þyrfti að koma til,“ segir Páll og nefnir meðal annars að veikindi og frí setji stundum strik í reikninginn á áður ákveðnum vöktum. Of mikill hluti fjárveitingarinnar fari í laun lögreglumannanna. „Það þyrftu að vera til meiri fjármunir til að reka þetta embætti að öðru leyti.“ Sveitarstjórinn segir það vitanlega skipta miklu máli við tilvik eins og hér er rætt um að lögreglan komi og taki stjórnina á vettvangi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Húna hafi komið til skjalanna, tekið að sér stjórnina og verið tilbúnir með kafara en slík aðstoð hafi þó borist með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Björgunarsveitin hefur brugðist vel við þegar til hennar hefur verið leitað og má segja að hún sé hálfgerð löggæsla á svæðinu en þá erum við að tala um að það séu bara fyrirtæki hér í Húnaþingi sem eru að borga fyrir löggæsluna því að þetta eru auðvitað menn sem þurfa að fara úr sinni vinnu,“ segir Guðný Hrund. Atvikið í höfninni sé langt í frá eina dæmið um of langan viðbragðstíma lögreglunnar: „Þetta er bara punkturinn yfir i-ið. Mælirinn er bara fullur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira