Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. september 2016 07:00 Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, segir Björgunarsveitina Húna sinna hálfgerðu löggæsluhlutverki í stað fjarverandi lögrelumanna. „Við erum einfaldlega gríðarlega ósátt við þennan viðbragðstíma,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hálfsextugur maður lést er bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga miðvikudaginn 24. ágúst. Lögreglumenn komu ekki á staðinn fyrr en tveimur klukkustundum eftir að hringt var í Neyðarlínuna. Byggðaráð Húnaþings vestra fékk af því tilefni á sinn fund lögreglustjórann og yfirlögregluþjóninn á Norðurlandi vestra til að fá skýringar. „Við fengum þá skýringu að þeir hefðu verið á skotæfingu fyrir utan Sauðárkrók. Þá þurftu menn að pakka öllu saman fyrst og græja hluti,“ segir Guðný Hrund. Páll Björnsson lögreglustjóri staðfestir að engir lögreglumenn hafi verið á starfsstöðinni á Blönduósi þegar umrætt útkall barst vegna æfinga með skotvopn í Skagafirði. „Það var þoka á leiðinni, er mér sagt – og efast ég ekki um það,“ segir Páll sem kveður lögreglumenn sína einnig hafa nefnt framkvæmdir við Blöndubrú. „En það er nú annað mál, ég á eftir að fá þessar skýringar á þessu öllu saman.“ Um 105 kílómetrar eru á milli Sauðárkróks og Hvammstanga. Guðný Hrund segir fólk afar ósátt við að það taki lögreglu tvær klukkustundir að bregðast við þegar neyðarástand skapist. Um 1.170 manns búi í Húnaþingi vestra, þar af um 550 á Hvammstanga sem sé miðstöð mikillar þjónustu. „Við erum ekki að gagnrýna þá lögreglumenn sem eru að starfa að heldur erum við að gagnrýna stjórnun og það fjármagn sem fer í löggæslu,“ segir Guðný Hrund. Aðspurð segist Guðný ekki geta metið hvort sein viðbrögð lögreglunnar hafi haft áhrif á mál mannsins sem fór í höfnina fyrir níu dögum. „Ég hef ekki trú á því, nei,“ svarar Páll um sama atriði. „En auðvitað eiga menn að fara á staðinn eins fljótt og mögulegt er. Það er ekki spurning.“ Upp hafa komið tilvik þar sem jafnvel aðeins einn lögreglumaður er á vakt í umdæmi sem nær frá miðri Holtavörðuheiði í suðri upp á miðja Öxnadalsheiði í norðri. „Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum yfir óviðunandi stöðu og fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra,“ segir byggðaráðið í bókun. Aðspurður kveðst Páll lögreglustjóri að mörgu leyti sama sinnis. „Það þyrfti að vera betur mannað og ýmislegt fleira þyrfti að koma til,“ segir Páll og nefnir meðal annars að veikindi og frí setji stundum strik í reikninginn á áður ákveðnum vöktum. Of mikill hluti fjárveitingarinnar fari í laun lögreglumannanna. „Það þyrftu að vera til meiri fjármunir til að reka þetta embætti að öðru leyti.“ Sveitarstjórinn segir það vitanlega skipta miklu máli við tilvik eins og hér er rætt um að lögreglan komi og taki stjórnina á vettvangi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Húna hafi komið til skjalanna, tekið að sér stjórnina og verið tilbúnir með kafara en slík aðstoð hafi þó borist með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Björgunarsveitin hefur brugðist vel við þegar til hennar hefur verið leitað og má segja að hún sé hálfgerð löggæsla á svæðinu en þá erum við að tala um að það séu bara fyrirtæki hér í Húnaþingi sem eru að borga fyrir löggæsluna því að þetta eru auðvitað menn sem þurfa að fara úr sinni vinnu,“ segir Guðný Hrund. Atvikið í höfninni sé langt í frá eina dæmið um of langan viðbragðstíma lögreglunnar: „Þetta er bara punkturinn yfir i-ið. Mælirinn er bara fullur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Við erum einfaldlega gríðarlega ósátt við þennan viðbragðstíma,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hálfsextugur maður lést er bíll hans fór í höfnina á Hvammstanga miðvikudaginn 24. ágúst. Lögreglumenn komu ekki á staðinn fyrr en tveimur klukkustundum eftir að hringt var í Neyðarlínuna. Byggðaráð Húnaþings vestra fékk af því tilefni á sinn fund lögreglustjórann og yfirlögregluþjóninn á Norðurlandi vestra til að fá skýringar. „Við fengum þá skýringu að þeir hefðu verið á skotæfingu fyrir utan Sauðárkrók. Þá þurftu menn að pakka öllu saman fyrst og græja hluti,“ segir Guðný Hrund. Páll Björnsson lögreglustjóri staðfestir að engir lögreglumenn hafi verið á starfsstöðinni á Blönduósi þegar umrætt útkall barst vegna æfinga með skotvopn í Skagafirði. „Það var þoka á leiðinni, er mér sagt – og efast ég ekki um það,“ segir Páll sem kveður lögreglumenn sína einnig hafa nefnt framkvæmdir við Blöndubrú. „En það er nú annað mál, ég á eftir að fá þessar skýringar á þessu öllu saman.“ Um 105 kílómetrar eru á milli Sauðárkróks og Hvammstanga. Guðný Hrund segir fólk afar ósátt við að það taki lögreglu tvær klukkustundir að bregðast við þegar neyðarástand skapist. Um 1.170 manns búi í Húnaþingi vestra, þar af um 550 á Hvammstanga sem sé miðstöð mikillar þjónustu. „Við erum ekki að gagnrýna þá lögreglumenn sem eru að starfa að heldur erum við að gagnrýna stjórnun og það fjármagn sem fer í löggæslu,“ segir Guðný Hrund. Aðspurð segist Guðný ekki geta metið hvort sein viðbrögð lögreglunnar hafi haft áhrif á mál mannsins sem fór í höfnina fyrir níu dögum. „Ég hef ekki trú á því, nei,“ svarar Páll um sama atriði. „En auðvitað eiga menn að fara á staðinn eins fljótt og mögulegt er. Það er ekki spurning.“ Upp hafa komið tilvik þar sem jafnvel aðeins einn lögreglumaður er á vakt í umdæmi sem nær frá miðri Holtavörðuheiði í suðri upp á miðja Öxnadalsheiði í norðri. „Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum yfir óviðunandi stöðu og fámenni lögreglunnar á Norðurlandi vestra,“ segir byggðaráðið í bókun. Aðspurður kveðst Páll lögreglustjóri að mörgu leyti sama sinnis. „Það þyrfti að vera betur mannað og ýmislegt fleira þyrfti að koma til,“ segir Páll og nefnir meðal annars að veikindi og frí setji stundum strik í reikninginn á áður ákveðnum vöktum. Of mikill hluti fjárveitingarinnar fari í laun lögreglumannanna. „Það þyrftu að vera til meiri fjármunir til að reka þetta embætti að öðru leyti.“ Sveitarstjórinn segir það vitanlega skipta miklu máli við tilvik eins og hér er rætt um að lögreglan komi og taki stjórnina á vettvangi. Meðlimir Björgunarsveitarinnar Húna hafi komið til skjalanna, tekið að sér stjórnina og verið tilbúnir með kafara en slík aðstoð hafi þó borist með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Björgunarsveitin hefur brugðist vel við þegar til hennar hefur verið leitað og má segja að hún sé hálfgerð löggæsla á svæðinu en þá erum við að tala um að það séu bara fyrirtæki hér í Húnaþingi sem eru að borga fyrir löggæsluna því að þetta eru auðvitað menn sem þurfa að fara úr sinni vinnu,“ segir Guðný Hrund. Atvikið í höfninni sé langt í frá eina dæmið um of langan viðbragðstíma lögreglunnar: „Þetta er bara punkturinn yfir i-ið. Mælirinn er bara fullur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira