Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir segir ólíklegt að hún verði með á EM í Hollandi á næsta ári.
Harpa er ólétt og á von á sínu öðru barni í mars á næsta ári.
„Þetta er búið að vera smá spes, ég viðurkenni það alveg. Ég bjóst ekki við að tilkynna fjölskyldunni frá þessu á sama tíma og öllu Íslandi,“ sagði Harpa í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Harpa er markahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna með 18 mörk en hún spilar í mesta lagi einn leik til viðbótar með toppliði Stjörnunnar í sumar.
„Ég þarf aðeins að meta það. Það skiptir máli að mér líði vel og ég gagnist liðinu eitthvað,“ sagði Harpa sem sér ekki fram á að ná EM sem hefst um miðjan júlí á næsta ári.
„Þótt mig langi auðvitað að komast á EM, þá tekur bara svo langan tíma að koma sér til baka. Það skiptir öllu máli hvernig meðgangan gengur og hvernig formið er,“ sagði þessi mikli markaskorari sem er markahæst í undankeppni EM 2017 með átta mörk.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Harpa segir ólíklegt að hún verði með á EM
Tengdar fréttir

Pepsi-mörk kvenna: Markasyrpa 14. umferðar | Myndband
Mikil spenna er komin í Pepsi-deild kvenna eftir úrslitin í 14. umferð sem var leikin í gær og fyrradag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 2-1 | Valur opnaði toppbaráttuna upp á gátt
Valur lagði Stjörnuna 2-1 í toppslag Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld á heimavelli. Laufey Björnsdóttir tryggði sigurinn í uppbótartíma.

Einn af lykilmönnum Stjörnunnar úr leik
Stjarnan verður væntanlega án tveggja lykilleikmanna á lokasprettinum í Pepsi-deild kvenna.