Pat Riley, forseti Miami Heat, segir að félagaskipti Shaquille O'Neal séu þau stærstu og mikilvægustu í sögu félagsins.
Þetta segir maðurinn sem sannfærði LeBron James og Chris Bosh um að koma sumarið 2010 og fékk miðherjann Alonzo Mourning til að fylgja sér til Miami sumarið 1995.
„Ég segi það og stend við það að þetta voru stærstu félagaskiptin,“ sagði Riley og bætti því að koma Shaq hafi markað tímamót í sögu Miami.
„Það var stórt að fá Zo en það breytti öllu fyrir félagið að fá Shaq. Með því gerðum við okkur gildandi.“
Shaq kom til Miami frá Los Angeles Lakers 2004 og tveimur árum síðar varð liðið NBA-meistari í fyrsta sinn eftir sigur á Dallas Mavericks í úrslitaeinvíginu. Riley var á þeim tíma þjálfari liðsins sem var borið uppi af Shaq og Dwayne Wade.
Shaq verður tekinn inn í frægðarhöll körfuboltans í næstu viku og þá hefur Riley greint frá því að treyja Shaq (nr. 32) verði hengd upp í rjáfur í American Airlines Arena, heimavelli Miami. Þar hanga fyrir treyjur Mouring (nr. 33) og Tim Hardaway (nr. 10).
Pat Riley: Stærra að fá Shaq en LeBron
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn