Audi fagnar 40 ára afmæli 5 strokka vélarinnar Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 09:16 Audi Quattro var með 5 strokka vélina og gríðaröflugur. Fyrir einum 40 árum síðan kom Audi fram með óvenjulega vél í Audi 100 bíl sinn, en hún var fimm strokka. Slíkar vélar voru ekki þekktar á meðal annarra bílaframleiðenda, en þó hafði Mercedes Benz smíðað 5 strokka dísilvél árið 1974 í fólksbíla sína og reyndist hún ein áreiðanlegasta dísilvél sem um getur. Fimm strokka vélin frá Audi var fyrsta bensínvélin af slíkri gerð og í upphafi var hún með 2,1 lítra sprengirými og 136 hestöfl. Meiningin hjá Audi var að smíða vél með sparneytni fjögurra strokka vélar en með ámóta afl og úr sex strokka vél. Árið 1978 smíðaði Audi svo 2,0 lítra fimm strokka dísilvél og árið 1979 forþjöppudrifna fimm strokka vél sem skilaði 170 hestöflum og þótti gríðaröflug í þá daga. Þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar hitnaði heldur betur í fimm strokka vélum Audi því slíkar vélar voru settar í keppnisbíla Audi í rallakstri og þar skilaði hún 450 hestöflum. Bílar vopnaðir þeirri vél og frábæru quattro fjórhjóladrifi Audi unnu hvert rallið á fætur öðru og skiluðu Audi tveimur heimsmeistaratitlum í rallakstri, árin 1982 og 1984. Audi dró sig síðan úr rallakstursmótaröðinni árið 1986, en fimm strokka vélin hélt samt velli í kraftabílum Audi, meðal annars í 598 og 720 hestafla útgáfum í sérhæfðum brekkuklifursbílum. Einn af þekktust bílum Audi með fimm strokka vél, Audi RS2 Avant kom svo fyrst á markað árið 1994. Frá 1997 til 2009 varð þó tólf ára hlé á smíði fimm strokka véla hjá Audi, en 2009 kynnti Audi TT RS bílinn með fimm strokka vél sem var 2,5 lítra og 340 hestafla. Audi TT RS er enn með fimm strokka vél, en nú 394 hestafla. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Fyrir einum 40 árum síðan kom Audi fram með óvenjulega vél í Audi 100 bíl sinn, en hún var fimm strokka. Slíkar vélar voru ekki þekktar á meðal annarra bílaframleiðenda, en þó hafði Mercedes Benz smíðað 5 strokka dísilvél árið 1974 í fólksbíla sína og reyndist hún ein áreiðanlegasta dísilvél sem um getur. Fimm strokka vélin frá Audi var fyrsta bensínvélin af slíkri gerð og í upphafi var hún með 2,1 lítra sprengirými og 136 hestöfl. Meiningin hjá Audi var að smíða vél með sparneytni fjögurra strokka vélar en með ámóta afl og úr sex strokka vél. Árið 1978 smíðaði Audi svo 2,0 lítra fimm strokka dísilvél og árið 1979 forþjöppudrifna fimm strokka vél sem skilaði 170 hestöflum og þótti gríðaröflug í þá daga. Þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar hitnaði heldur betur í fimm strokka vélum Audi því slíkar vélar voru settar í keppnisbíla Audi í rallakstri og þar skilaði hún 450 hestöflum. Bílar vopnaðir þeirri vél og frábæru quattro fjórhjóladrifi Audi unnu hvert rallið á fætur öðru og skiluðu Audi tveimur heimsmeistaratitlum í rallakstri, árin 1982 og 1984. Audi dró sig síðan úr rallakstursmótaröðinni árið 1986, en fimm strokka vélin hélt samt velli í kraftabílum Audi, meðal annars í 598 og 720 hestafla útgáfum í sérhæfðum brekkuklifursbílum. Einn af þekktust bílum Audi með fimm strokka vél, Audi RS2 Avant kom svo fyrst á markað árið 1994. Frá 1997 til 2009 varð þó tólf ára hlé á smíði fimm strokka véla hjá Audi, en 2009 kynnti Audi TT RS bílinn með fimm strokka vél sem var 2,5 lítra og 340 hestafla. Audi TT RS er enn með fimm strokka vél, en nú 394 hestafla.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent