Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. september 2016 07:00 Bjarni Benediktsson segir að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sé á móti aðild að Evrópusambandinu og eigi samleið með kjósendum um þá stefnu. vísir/ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist undrandi yfir því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður flokksins, skuli ganga til liðs við stjórnmálaafl sem berjist fyrir stefnu sem er öndverð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynntu bæði í gær að þau væru gengin til liðs við Viðreisn. Þorgerður mun taka sæti á lista í Kraganum en Þorsteinn tekur ekki sæti á lista. Bjarni segir reyndar nokkuð langt síðan Þorgerður var varaformaður flokksins. „Engu að síður er maður nokkuð undrandi yfir því að hún vilji stíga inn á vettvang stjórnmálanna til þess að berjast fyrir nýrri stefnu, annarri en þeirri sem hún tók þátt í að móta á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og framfylgja, og við störfuðum saman að því að vinna fylgi,“ segir hann. Bjarni segir að það hafi legið lengi fyrir að Evrópusinnaðir sjálfstæðismenn væru ósáttir. Í Viðreisn hafi þeir fundið sér farveg til að fá útrás fyrir áhuga sinn á inngöngu í Evrópusambandið. Hann segir framboð Viðreisnar þó ekki hafa nein áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að það er mikill yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðismanna sem er á móti inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum góða samleið með landsmönnum, kjósendum, um þá stefnu og hún er ekki til endurskoðunar. Ég sé ekki að þetta hafi áhrif á stefnuna,“ segir hann. Bjarni segir skoðanakannanir undanfarna mánuði hafa sýnt að Viðreisn sæki fylgi til Evrópusinnaðra kjósenda. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stöðugur á undanförnum mánuðum og ég geri ekki ráð fyrir að á því verði miklar breytingar. Við erum að hefja kosningabaráttu þar sem við leggjum mjög góð verk í dóm kjósenda – og skýra framtíðarsýn,“ segir hann. Bjarni segir að í öðrum löndum hafi líka verið hræringar á vettvangi stjórnmálanna. „Og þar höfum við séð átök, en þau hafa kannski miklu frekar snúist um það að komast út úr Evrópusambandinu heldur en það að berjast fyrir inngöngu,“ segir hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43 Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35 Þorgerður og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn 7. september 2016 16:24 Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Þorgerður Katrín: Stefnir á forystusæti í Suðvesturkjördæmi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins 7. september 2016 16:43
Bjarni segir Þorgerði Katrínu hafa ámálgað framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir nokkrum dögum Formaður Sjálfstæðisflokkinn segir það ekki áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fyrrverandi formaður og varaformaður hafi nú yfirgefið flokkinn en það komi á óvart. 7. september 2016 20:35
Tilkynntu Bjarna ákvörðun sína í dag Þorsteinn Pálsson og Þorgerður Katrtín ræddu um ákvörðun sína að ganga til liðs við Viðreisn. 7. september 2016 17:30