Hjörvar Hafliðason vakti athygli á treyju Jeppes í Pepsi-mörkunum á sunnudaginn.
Þegar Jeppe kom inn á sem varamaður í leik Vals og KR á sunnudaginn tók Hjörvar eftir því að Daninn var í gamla búningnum hans Hólmberts Arons Friðjónssonar, nema það var búið að líma einn fyrir framan níu á afar klúðurslegan hátt.
„Þetta finnst mér ekki vera stórveldi sæmandi,“ sagði Hjörvar í Pepsi-mörkunum.
Nú er hins vegar komin lausn í stóra treyjumálið og Jeppe er kominn með nýja treyju. Hann mun væntanlega klæðast henni þegar KR fær ÍBV í heimsókn í 18. umferð Pepsi-deildarinnar laugardaginn 10. september.
New shirtpic.twitter.com/dPX62bCp71
— Jeppe Hansen (@Jeppe29) August 31, 2016