Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2016 19:40 Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti. Vísir Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15