Uppbótartíminn: Er nánast allt klappað og klárt? 23. ágúst 2016 11:00 Atli Viðar Björnsson fagnar á Kaplakrikavelli í gær. Vísir/Stefán Sextánda umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöldi með fjórum leikjum? Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. FH tók risastórt skref í átt að öðrum Íslandsmeistaratitli sínum í röð með 3-2 sigri á Stjörnunni á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar eru nú með sjö stiga forystu á næstu lið þegar sex umferðir eru eftir. Fylkir og Þróttur töpuðu bæði illa í gær og fátt sem bendir til annars en að liðin muni áfram verma botnsæti deildarinnar þar til yfir lýkur. ÍBV tapaði reyndar líka og er aðeins fjórum stigum frá fallsæti, þjálfaralausir ofan á allt saman.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - Breiðablik 1-1Víkingur Ó - Fjölnir 2-2Víkingur - ÍBV 2-1FH - Stjarnan 3-2Fylkir - ÍA 0-3Þróttur - Valur 0-4Verður bikarinn áfram í Krikanum.Vísir/StefánGóð umferð fyrir ...... Kassim Doumbia Hver man ekki eftir úrslitaleik Íslandsmótsins 2014? Þegar Kassim Doumbia trylltist eftir að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði svo Stjörnunni ótrúlegan Íslandsmeistaratitil? Það er óhætt að segja að leikurinn í gær hafi verið ákveðin sárabót fyrir Doumbia. Hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar hann kom FH í 2-1 forystu og var svo í fyrstu svo líka skráður fyrir sigurmarki leiksins, þrátt fyrir að hafa viðurkennt eftir leik að það hafi verið sjálfsmark. KSÍ breytti því svo reyndar nú í morgunsárið. Hvort þetta verði síðasta tímabil Doumbia með FH á eftir að koma í ljós. En hann var skælbrosandi eftir leikinn í gær og mátti líka vera það.... Milos Milojevic Þjálfari Víkinga náði að koma sínum mönnum aftur á rétta braut eftir ótrúlegt 7-0 tap fyrir Val í síðustu umferð. Milojevic dró ekki undan í viðtölum eftir tapleikinn en hans menn sýndu með dramatískum 2-1 sigri á ÍBV í gær að liðið brotnaði ekki við að vera flengdir af Hlíðarendapiltum. Fyrir það fær þjálfari liðsins verðskuldað hrós.... Ólafsvíkinga Nýliðarnir af vesturlandinu hafa verið í frjálsu falli síðustu vikurnar og þó svo að Víkingur Ólafsvík hafi ekki unnið deildarleik í tæpa tvo mánuði (3-2 gegn Þrótti, 28. júní) verður það að teljast jákvætt að ná í stig gegn liði sem er í toppbaráttu þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Fyrir vikið er liðið sex stigum frá fallsæti og útlitið aðeins bjartara. Ólafsvíkingar sýndu loksins lífsmark.Blikar fagna marki sínu gegn KR-ingum.Vísir/StefánErfið umferð fyrir ...... Fylkismenn Árbæingar voru slegnir utanundir í gær. Þegar loksins eitthvað virtist ætla að ganga Fylkismönnum í hag buðu leikmenn liðsins upp á einhverja verstu frammistöðu liðsins sem sést hefur í Árbænum í háa herrans tíð í 3-0 tapinu gegn ÍA í gær. Fylkir hafði ekki tapað þremur leikjum í röð fyrir gærdaginn og sótti þrjú stig á erfiðum útivelli gegn ÍBV í umferðinni á undan en í gær var ekkert sem benti til þess að þar væri að spila lið sem ætti nokkuð erindi í Pepsi-deildina.... Rúnar Pál Sigmundsson Þjálfari Stjörnunnar hefur mátt horfa á sína menn gefa nánast alla möguleika liðsins í titilbaráttunni frá sér í síðustu umferðum. Niðurstaðan úr síðustu þremur leikjum liðsins er aðeins eitt stig og eftir tapið gegn FH í gær eru nú sjö stig í Hafnfirðinga. Átján stig eru enn í pottinum en það er erfitt að sjá fyrir sér að Íslandsmeistararnir sleppi takinu af bikarnum úr þessu.... leikmenn ÍBV Á laugardaginn kom tilkynningin frá Eyjamönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari ÍBV og enginn vill segja af hverju. Arftakar hans neita að tjá sig um málið og leikmenn segjast ekkert vita. Forráðamenn ÍBV vilja heldur ekkert segja og Bjarni hefur ekki látið ná í sig. ÍBV tapaði fyrir Víkingi Reykjavík í gær og er fyrir vikið enn ekki laust við falldrauginn. Það gætu verið erfiðar vikur fram undan fyrir Eyjamenn.Þróttarar í varnarvegg.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Floridana-vellinum: Þeir eru glæsilegir, Skagamennirnir með sína ljósu aflitaða lokka. Taka hér reit og gefa hvergi eftir. Sumir í hvítum vestum, aðrir bláum, einhverjir í engum og enn aðrir í svörtum galla. Allskonar.Anton Ingi Leifsson á Hásteinsvelli: Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur ekki undan að skrifa eiginhandaráritanir hér í hálfleiknum, nokkrar ungar Víkingsstelpur stóðu í röð þar sem hann situr í stúkunni og fengu hann til að skrifa á allt lauslegt. Endaði svo með hópfaðmlagi. Toppmaður hann Heimir.Árni Jóhannsson á Alvogen-vellinum: Ég veit ekki hvað var að gerast þarna. Stefán Logi markvörður gleymdi að henda boltanum útúr teignum og allt í einu voru Blikar komnir með boltann og Stefán þurfti að drífa sig í markið.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Guðjón Pétur Lýðsson, Val 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 8 Andri Adolphsson, Val 8 Kassim Doumbia, FH 8 Hólmbert Aron Friðjónsson, Stjörnunni 8 Hallur Flosason, ÍA 8 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 8 Arnar Bragi Bergsson, Fylki 2 Emil Ásmundsson Fylki 2Umræðan á #pepsi365Þurfa Blikarnir ekki að halda áfram að sækja eftir að þeir komast yfir? #pepsi365— Hlöðver Sigurðsson (@hlodversig) August 22, 2016 Liðið í 8.sæti í bullandi Evrópu sjénz. Fleiri góð lið. Meiri leikmannagæði. Önnur úrslit fallið með FH. Löng pása drap stemmaran #pepsi365— Hugi Halldórsson (@hugihall) August 22, 2016 Gunnar Þór var góður í handbolta á sínum yngri árum, hefur ekki alveg náð að kúpla sig úr því sporti #pepsi365— Jóhann Gunnar Einars (@Joigunnar) August 22, 2016 Leiðinlegt mót? "Jú sjáðu til, fótboltinn er eins og líffæri....". Menn eiga að byrja allan debat á þessum orðum #pepsi365— Gauti Guðmundsson (@gautig1) August 22, 2016 Járntjaldið dregið upp að vanda í Eyjum. Enginn segir neitt og sögurnar verða allskonar. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 22, 2016 Ég hélt að Guðjón Þórðarson væri núna með áætlunarferðir #iiiiiii #pepsi365— Gauti Guðmundsson (@gautig1) August 22, 2016 Þetta var glatað en tvö frábær lið. Stoltur Stjörnumaður. Til hamingju FH með titillinn. #pepsi365— Jón Björn (@Jesus_Arnason) August 22, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍBV 2-1 | Tufa tryggði sigurinn í lokin Víkingur vann góðan sigur á ÍBV í 16.umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í kvöld. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins og misstu Eyjamenn því af tækifæri að færa sig fjær Fylki í botnbaráttunni. 22. ágúst 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR. 21. ágúst 2016 19:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Stjarnan 3-2 | FH með pálmann í höndunum FH er komið með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir risastóran sigur á Stjörnunni í kvöld. 22. ágúst 2016 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-3 | Slakir Fylkismenn á niðurleið Fylkir er í bullandi vandræðum eftir slæmt 3-0 tap á heimavelli fyrir ÍA. 22. ágúst 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Þróttur - Valur 0-4 | Auðvelt dagsverk hjá Valsmönnum Valur vann stórsigur á Þrótti, 0-4, í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 22. ágúst 2016 23:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2016 21:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Sextánda umferð Pepsi-deildar karla lauk í gærkvöldi með fjórum leikjum? Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. FH tók risastórt skref í átt að öðrum Íslandsmeistaratitli sínum í röð með 3-2 sigri á Stjörnunni á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær. FH-ingar eru nú með sjö stiga forystu á næstu lið þegar sex umferðir eru eftir. Fylkir og Þróttur töpuðu bæði illa í gær og fátt sem bendir til annars en að liðin muni áfram verma botnsæti deildarinnar þar til yfir lýkur. ÍBV tapaði reyndar líka og er aðeins fjórum stigum frá fallsæti, þjálfaralausir ofan á allt saman.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - Breiðablik 1-1Víkingur Ó - Fjölnir 2-2Víkingur - ÍBV 2-1FH - Stjarnan 3-2Fylkir - ÍA 0-3Þróttur - Valur 0-4Verður bikarinn áfram í Krikanum.Vísir/StefánGóð umferð fyrir ...... Kassim Doumbia Hver man ekki eftir úrslitaleik Íslandsmótsins 2014? Þegar Kassim Doumbia trylltist eftir að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í uppbótartíma sem tryggði svo Stjörnunni ótrúlegan Íslandsmeistaratitil? Það er óhætt að segja að leikurinn í gær hafi verið ákveðin sárabót fyrir Doumbia. Hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar hann kom FH í 2-1 forystu og var svo í fyrstu svo líka skráður fyrir sigurmarki leiksins, þrátt fyrir að hafa viðurkennt eftir leik að það hafi verið sjálfsmark. KSÍ breytti því svo reyndar nú í morgunsárið. Hvort þetta verði síðasta tímabil Doumbia með FH á eftir að koma í ljós. En hann var skælbrosandi eftir leikinn í gær og mátti líka vera það.... Milos Milojevic Þjálfari Víkinga náði að koma sínum mönnum aftur á rétta braut eftir ótrúlegt 7-0 tap fyrir Val í síðustu umferð. Milojevic dró ekki undan í viðtölum eftir tapleikinn en hans menn sýndu með dramatískum 2-1 sigri á ÍBV í gær að liðið brotnaði ekki við að vera flengdir af Hlíðarendapiltum. Fyrir það fær þjálfari liðsins verðskuldað hrós.... Ólafsvíkinga Nýliðarnir af vesturlandinu hafa verið í frjálsu falli síðustu vikurnar og þó svo að Víkingur Ólafsvík hafi ekki unnið deildarleik í tæpa tvo mánuði (3-2 gegn Þrótti, 28. júní) verður það að teljast jákvætt að ná í stig gegn liði sem er í toppbaráttu þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik. Fyrir vikið er liðið sex stigum frá fallsæti og útlitið aðeins bjartara. Ólafsvíkingar sýndu loksins lífsmark.Blikar fagna marki sínu gegn KR-ingum.Vísir/StefánErfið umferð fyrir ...... Fylkismenn Árbæingar voru slegnir utanundir í gær. Þegar loksins eitthvað virtist ætla að ganga Fylkismönnum í hag buðu leikmenn liðsins upp á einhverja verstu frammistöðu liðsins sem sést hefur í Árbænum í háa herrans tíð í 3-0 tapinu gegn ÍA í gær. Fylkir hafði ekki tapað þremur leikjum í röð fyrir gærdaginn og sótti þrjú stig á erfiðum útivelli gegn ÍBV í umferðinni á undan en í gær var ekkert sem benti til þess að þar væri að spila lið sem ætti nokkuð erindi í Pepsi-deildina.... Rúnar Pál Sigmundsson Þjálfari Stjörnunnar hefur mátt horfa á sína menn gefa nánast alla möguleika liðsins í titilbaráttunni frá sér í síðustu umferðum. Niðurstaðan úr síðustu þremur leikjum liðsins er aðeins eitt stig og eftir tapið gegn FH í gær eru nú sjö stig í Hafnfirðinga. Átján stig eru enn í pottinum en það er erfitt að sjá fyrir sér að Íslandsmeistararnir sleppi takinu af bikarnum úr þessu.... leikmenn ÍBV Á laugardaginn kom tilkynningin frá Eyjamönnum eins og þruma úr heiðskíru lofti. Bjarni Jóhannsson er hættur sem þjálfari ÍBV og enginn vill segja af hverju. Arftakar hans neita að tjá sig um málið og leikmenn segjast ekkert vita. Forráðamenn ÍBV vilja heldur ekkert segja og Bjarni hefur ekki látið ná í sig. ÍBV tapaði fyrir Víkingi Reykjavík í gær og er fyrir vikið enn ekki laust við falldrauginn. Það gætu verið erfiðar vikur fram undan fyrir Eyjamenn.Þróttarar í varnarvegg.Vísir/StefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Floridana-vellinum: Þeir eru glæsilegir, Skagamennirnir með sína ljósu aflitaða lokka. Taka hér reit og gefa hvergi eftir. Sumir í hvítum vestum, aðrir bláum, einhverjir í engum og enn aðrir í svörtum galla. Allskonar.Anton Ingi Leifsson á Hásteinsvelli: Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur ekki undan að skrifa eiginhandaráritanir hér í hálfleiknum, nokkrar ungar Víkingsstelpur stóðu í röð þar sem hann situr í stúkunni og fengu hann til að skrifa á allt lauslegt. Endaði svo með hópfaðmlagi. Toppmaður hann Heimir.Árni Jóhannsson á Alvogen-vellinum: Ég veit ekki hvað var að gerast þarna. Stefán Logi markvörður gleymdi að henda boltanum útúr teignum og allt í einu voru Blikar komnir með boltann og Stefán þurfti að drífa sig í markið.Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Guðjón Pétur Lýðsson, Val 8 Kristinn Freyr Sigurðsson, Val 8 Andri Adolphsson, Val 8 Kassim Doumbia, FH 8 Hólmbert Aron Friðjónsson, Stjörnunni 8 Hallur Flosason, ÍA 8 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 8 Arnar Bragi Bergsson, Fylki 2 Emil Ásmundsson Fylki 2Umræðan á #pepsi365Þurfa Blikarnir ekki að halda áfram að sækja eftir að þeir komast yfir? #pepsi365— Hlöðver Sigurðsson (@hlodversig) August 22, 2016 Liðið í 8.sæti í bullandi Evrópu sjénz. Fleiri góð lið. Meiri leikmannagæði. Önnur úrslit fallið með FH. Löng pása drap stemmaran #pepsi365— Hugi Halldórsson (@hugihall) August 22, 2016 Gunnar Þór var góður í handbolta á sínum yngri árum, hefur ekki alveg náð að kúpla sig úr því sporti #pepsi365— Jóhann Gunnar Einars (@Joigunnar) August 22, 2016 Leiðinlegt mót? "Jú sjáðu til, fótboltinn er eins og líffæri....". Menn eiga að byrja allan debat á þessum orðum #pepsi365— Gauti Guðmundsson (@gautig1) August 22, 2016 Járntjaldið dregið upp að vanda í Eyjum. Enginn segir neitt og sögurnar verða allskonar. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 22, 2016 Ég hélt að Guðjón Þórðarson væri núna með áætlunarferðir #iiiiiii #pepsi365— Gauti Guðmundsson (@gautig1) August 22, 2016 Þetta var glatað en tvö frábær lið. Stoltur Stjörnumaður. Til hamingju FH með titillinn. #pepsi365— Jón Björn (@Jesus_Arnason) August 22, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍBV 2-1 | Tufa tryggði sigurinn í lokin Víkingur vann góðan sigur á ÍBV í 16.umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í kvöld. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins og misstu Eyjamenn því af tækifæri að færa sig fjær Fylki í botnbaráttunni. 22. ágúst 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR. 21. ágúst 2016 19:45 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Stjarnan 3-2 | FH með pálmann í höndunum FH er komið með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir risastóran sigur á Stjörnunni í kvöld. 22. ágúst 2016 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-3 | Slakir Fylkismenn á niðurleið Fylkir er í bullandi vandræðum eftir slæmt 3-0 tap á heimavelli fyrir ÍA. 22. ágúst 2016 21:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Þróttur - Valur 0-4 | Auðvelt dagsverk hjá Valsmönnum Valur vann stórsigur á Þrótti, 0-4, í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 22. ágúst 2016 23:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2016 21:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍBV 2-1 | Tufa tryggði sigurinn í lokin Víkingur vann góðan sigur á ÍBV í 16.umferð Pepsi-deildar karla á Víkingsvelli í kvöld. Sigurmark Víkinga kom á 89.mínútu leiksins og misstu Eyjamenn því af tækifæri að færa sig fjær Fylki í botnbaráttunni. 22. ágúst 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 | Sjáðu mörkin KR og Breiðabilk gerðu 1-1 jafntefli á Alvogen-vellinum í 16. umferð Pepsi-deildar karla, en Morten Beck Andersen bjargaði stigi fyrir KR. 21. ágúst 2016 19:45
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Stjarnan 3-2 | FH með pálmann í höndunum FH er komið með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir risastóran sigur á Stjörnunni í kvöld. 22. ágúst 2016 21:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍA 0-3 | Slakir Fylkismenn á niðurleið Fylkir er í bullandi vandræðum eftir slæmt 3-0 tap á heimavelli fyrir ÍA. 22. ágúst 2016 21:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Þróttur - Valur 0-4 | Auðvelt dagsverk hjá Valsmönnum Valur vann stórsigur á Þrótti, 0-4, í 16. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. 22. ágúst 2016 23:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fjölnir 2-2 | Víkingur stöðvaði blæðinguna | Sjáðu mörkin Marcus Solberg tryggði Fjölni 2-2 jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík á útivelli í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. 21. ágúst 2016 21:15