Veikindi starfsmanna Icelandair: „Mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 21:28 Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair segir að veikindi flugliða séu þekkt vandamál og hafi verið þekkt í áratugi. Það sé hins vegar verið að skoða það núna hvers vegna veikindi flugliða Icelandair hafi aukist seinustu mánuði. Greint hefur verið frá því að félagið hafi gripið til umfangsmikilla aðgerða vegna þess hve tilkynningum um veikindi starfsfólks um borð í flugvélum flugfélagsins hefur fjölgað mikið að undanförnu. Hefur fyrirtækið meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa. Axel ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og benti á að vinnuumhverfið í fluginu væri sérstakt þar sem loftið í vélunum sé öðruvísi en loftið á jörðu niðri. Þannig megi líkja súrefnisþrýstingi í flugvélum við að maður sé í 8000 feta hæð. „Þannig að súrefnismettun verður lægri hjá okkur og þess vegna geta til dæmis hjarta-og lungnasjúklingar orðið alvarlega veikir og átt erfitt með að fara í flug. Svo er til flugveiki sem er ekki ósvipað sjóveiki maður verður veikur vegna hreyfinganna sem tilheyra fluginu,“ segir Axel. Þau sjúkdómseinkenni sem komið hafa upp hjá flugliðum Icelandair undanfarið eru meðal annars svimi, máttleysi, almenn vanlíðan og ógleði. Axel segir ekki vitað hvað valdi þessu en fyrirtækið taki þessu mjög alvarlega. „Það þarf auðvitað að reyna að ganga úr skugga um að þetta sé ekki á einhvern hátt tengt vinnuaðstæðum og vinnuumhverfi. Ég hef svolítið komið að þessu sem trúnaðarlæknir félagsins til að reyna að átta okkur á því hvað er að gerast. Okkur sýnist að það sé í raun og veru enginn samnefnari; þetta eru mörg mismundandi tilvik sem gerast í mörgum vélum við mismunandi aðstæður þannig að það er voðalega erfitt að setja þetta undir einn hatt.“ Axel segir að margt geti spilað inn í veikindin. Þannig hafi margir nýliðar hafið störf hjá Icelandair í sumar en hann vill ekki fullyrða að það hafi verið meira um veikindi hjá þeim heldur en þeim sem reyndari eru þó að svo hafi virst þegar tölfræði hafi verið tekin saman um tilvikin að þeir yngri hefðu frekar verið að veikjast en þeir eldri.Viðtalið við Axel í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Gripið til aðgerða vegna veikinda starfsfólks um borð í vélum Icelandair Icelandair hefur gripið til umfangsmikilla aðgerða eftir aukningu í tilkynningum á veikindum starfsfólks um borð í vélum flugfélagsins. 23. ágúst 2016 11:15