Bill Gates sífellt ríkari Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2016 11:30 Bill Gates er ríkasti maður heims. Vísir/AFP Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 milljörðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian National Railway Company) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða dala markið, þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála í gegnum Stofnun Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðarverkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eiginkona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góðgerðarmála að þeim látnum. Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Milljarðamæringurinn Bill Gates hefur aldrei verið ríkari. Eignir hans námu 90 milljörðum Bandaríkjadala á föstudaginn, samkvæmt samantekt Bloomberg. Það jafngildir því að hann eigi nærri 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þá höfðu hlutabréf hans í Kanadíska lestarfélaginu (e. Canadian National Railway Company) og Ecolab hækkað. Þetta er í fyrsta skipti sem eignir Gates fara upp fyrir 90 milljarða dala markið, þótt hann hafi farið nálægt því fyrr á þessu ári. Tímaritið Fortune segir að Gates sé langríkasti maður í heimi. Hann eigi bæði lausafé og hlutabréf í fjölmörgum fyrirtækjum, auk Microsoft. Fortune segir líka að eignir Gates hafi vaxið verulega á þessu ári. Í byrjun ársins hafi eignir hans numið 75 milljörðum dala, en þær hafi nú vaxið um 15 milljarða. Næstríkasti maðurinn, hinn spænski Amancio Ortega, á 76 milljarða dala. Gates hefur gefið stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála í gegnum Stofnun Bills og Melindu Gates. Hann hefur einnig stutt ýmis önnur góðgerðarverkefni eins og baráttuna gegn malaríu í Afríku. Þá hafa Bill og Melinda eiginkona hans heitið því að enn fleiri eignir renni til góðgerðarmála að þeim látnum.
Mest lesið Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira