Takk, konur Frosti Logason skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Nýverið upplifði ég stórkostlegustu stund lífs míns. Það eru engar ýkjur. Á fæðingardeild Landspítalans fæddi unnusta mín frumburðinn okkar, heilbrigðan og hraustan dreng, og ég var viðstaddur. Þessi upplifun er auðvitað ekkert einstök í veröldinni. Sem betur fer eru þeir margir sem kynnast þessu á lífsleiðinni. Það breytir því ekki að mín persónulega reynsla var stórfengleg. Eitthvað sem ekkert gat búið mig undir. Allar lýsingar og frásagnir sem ég hafði áður heyrt fölnuðu í samanburði við hinn raunverulega viðburð. Að fylgjast með sjálfri fæðingunni er það magnaðasta sem ég hef nokkru sinni gert. Samt var ég bara að fylgjast með. Reyna að vera til staðar. Það var unnusta mín sem sá um allt erfiðið. Hún gekk með barnið og fór í gegnum allskyns breytingar í níu mánuði áður en hún svo fæddi það með tilheyrandi átökum. Það er svo magnað. Þannig gerist stórkostlegasta kraftaverk náttúrunnar. Kona fæðir í heiminn dreng og hann smátt og smátt verður að sjálfbjarga einstaklingi sem vex og dafnar með degi hverjum. Þetta gerði unnustan rétt eins móðir mín og systir gerðu á sínum tíma og konur munu gera eins lengi og mannkynið heldur velli. Hlutverk mitt á fæðingardeildinni var léttvægt. Eiginlega algert aukaatriði. Þar var starfsmaður spítalans, ljósmóðir, sem sá til þess að allt færi rétt fram. Hún var líka stórkostleg. Allar þessar konur eru djásn náttúrunnar. Ekkert fæðist án móðurinnar. Og ég er orðinn svo væminn að það rignir glimmeri og englahárum yfir lyklaborðið mitt. Takk fyrir mig konur. Ég rata út.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun
Nýverið upplifði ég stórkostlegustu stund lífs míns. Það eru engar ýkjur. Á fæðingardeild Landspítalans fæddi unnusta mín frumburðinn okkar, heilbrigðan og hraustan dreng, og ég var viðstaddur. Þessi upplifun er auðvitað ekkert einstök í veröldinni. Sem betur fer eru þeir margir sem kynnast þessu á lífsleiðinni. Það breytir því ekki að mín persónulega reynsla var stórfengleg. Eitthvað sem ekkert gat búið mig undir. Allar lýsingar og frásagnir sem ég hafði áður heyrt fölnuðu í samanburði við hinn raunverulega viðburð. Að fylgjast með sjálfri fæðingunni er það magnaðasta sem ég hef nokkru sinni gert. Samt var ég bara að fylgjast með. Reyna að vera til staðar. Það var unnusta mín sem sá um allt erfiðið. Hún gekk með barnið og fór í gegnum allskyns breytingar í níu mánuði áður en hún svo fæddi það með tilheyrandi átökum. Það er svo magnað. Þannig gerist stórkostlegasta kraftaverk náttúrunnar. Kona fæðir í heiminn dreng og hann smátt og smátt verður að sjálfbjarga einstaklingi sem vex og dafnar með degi hverjum. Þetta gerði unnustan rétt eins móðir mín og systir gerðu á sínum tíma og konur munu gera eins lengi og mannkynið heldur velli. Hlutverk mitt á fæðingardeildinni var léttvægt. Eiginlega algert aukaatriði. Þar var starfsmaður spítalans, ljósmóðir, sem sá til þess að allt færi rétt fram. Hún var líka stórkostleg. Allar þessar konur eru djásn náttúrunnar. Ekkert fæðist án móðurinnar. Og ég er orðinn svo væminn að það rignir glimmeri og englahárum yfir lyklaborðið mitt. Takk fyrir mig konur. Ég rata út.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun