Takk, konur Frosti Logason skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Nýverið upplifði ég stórkostlegustu stund lífs míns. Það eru engar ýkjur. Á fæðingardeild Landspítalans fæddi unnusta mín frumburðinn okkar, heilbrigðan og hraustan dreng, og ég var viðstaddur. Þessi upplifun er auðvitað ekkert einstök í veröldinni. Sem betur fer eru þeir margir sem kynnast þessu á lífsleiðinni. Það breytir því ekki að mín persónulega reynsla var stórfengleg. Eitthvað sem ekkert gat búið mig undir. Allar lýsingar og frásagnir sem ég hafði áður heyrt fölnuðu í samanburði við hinn raunverulega viðburð. Að fylgjast með sjálfri fæðingunni er það magnaðasta sem ég hef nokkru sinni gert. Samt var ég bara að fylgjast með. Reyna að vera til staðar. Það var unnusta mín sem sá um allt erfiðið. Hún gekk með barnið og fór í gegnum allskyns breytingar í níu mánuði áður en hún svo fæddi það með tilheyrandi átökum. Það er svo magnað. Þannig gerist stórkostlegasta kraftaverk náttúrunnar. Kona fæðir í heiminn dreng og hann smátt og smátt verður að sjálfbjarga einstaklingi sem vex og dafnar með degi hverjum. Þetta gerði unnustan rétt eins móðir mín og systir gerðu á sínum tíma og konur munu gera eins lengi og mannkynið heldur velli. Hlutverk mitt á fæðingardeildinni var léttvægt. Eiginlega algert aukaatriði. Þar var starfsmaður spítalans, ljósmóðir, sem sá til þess að allt færi rétt fram. Hún var líka stórkostleg. Allar þessar konur eru djásn náttúrunnar. Ekkert fæðist án móðurinnar. Og ég er orðinn svo væminn að það rignir glimmeri og englahárum yfir lyklaborðið mitt. Takk fyrir mig konur. Ég rata út.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun
Nýverið upplifði ég stórkostlegustu stund lífs míns. Það eru engar ýkjur. Á fæðingardeild Landspítalans fæddi unnusta mín frumburðinn okkar, heilbrigðan og hraustan dreng, og ég var viðstaddur. Þessi upplifun er auðvitað ekkert einstök í veröldinni. Sem betur fer eru þeir margir sem kynnast þessu á lífsleiðinni. Það breytir því ekki að mín persónulega reynsla var stórfengleg. Eitthvað sem ekkert gat búið mig undir. Allar lýsingar og frásagnir sem ég hafði áður heyrt fölnuðu í samanburði við hinn raunverulega viðburð. Að fylgjast með sjálfri fæðingunni er það magnaðasta sem ég hef nokkru sinni gert. Samt var ég bara að fylgjast með. Reyna að vera til staðar. Það var unnusta mín sem sá um allt erfiðið. Hún gekk með barnið og fór í gegnum allskyns breytingar í níu mánuði áður en hún svo fæddi það með tilheyrandi átökum. Það er svo magnað. Þannig gerist stórkostlegasta kraftaverk náttúrunnar. Kona fæðir í heiminn dreng og hann smátt og smátt verður að sjálfbjarga einstaklingi sem vex og dafnar með degi hverjum. Þetta gerði unnustan rétt eins móðir mín og systir gerðu á sínum tíma og konur munu gera eins lengi og mannkynið heldur velli. Hlutverk mitt á fæðingardeildinni var léttvægt. Eiginlega algert aukaatriði. Þar var starfsmaður spítalans, ljósmóðir, sem sá til þess að allt færi rétt fram. Hún var líka stórkostleg. Allar þessar konur eru djásn náttúrunnar. Ekkert fæðist án móðurinnar. Og ég er orðinn svo væminn að það rignir glimmeri og englahárum yfir lyklaborðið mitt. Takk fyrir mig konur. Ég rata út.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun