Segir skjótan endi ekki í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 15:00 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Mið-Austurlönd Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Sjá meira
Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent