Sigmundur Davíð: „Svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2016 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vera „svo sannarlega til í flokksþing hvenær sem er“ og leggur til að sé vilji fyrir að halda slíkt þing sé rétt að gera það sem fyrst. Óvíst sé þó hvort það henti flokknum best að eyða tíma og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar. Sigmundur ritar færslu á Facebook þar sem hann segist hafa orðið var við umræðu um að betra sé fyrir formann flokks að hafa flokksþing eftir kosningar frekar en fyrir en boðað hefur verið til kosninga 29. október næstkomandi. Sigmundur blæs á slíkt tal. „Augljóslega er best fyrir formann sem mæti málið einungis út frá eigin stöðu að halda flokksþing fyrir kosningar og fara í kosningabaráttu með nýendurnýjað umboð fremur en að fara í kosningar,“ segir Sigmundur Davíð. „Það á alveg sérstaklega við þegar annað forystufólk í sama flokki hefur gefið fyrirheit um að það ætli ekki að fara gegn formanninum.“ Vísar Sigmundur Davíð þar í yfirlýsingar helstu forystumannaflokksins, Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og varaformanns flokksins, Gunnars Braga Sveinssonar atvinnuvegaráðherra og Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra sem öll hafa sagst ekki ætla að bjóða sig fram í formannsembætti flokksins komi til flokksþings. Sigmundur Davíð er þó ekki viss um að tíma flokksins sé best varið í að halda flokksþing svo skömmu fyrir kosningar. Fyrir liggur að þrjú kjördæmisþing Framsóknarflokksins hafa óskað eftir því að flokksþing yrði haldið og því þarf, lögum flokksins samkvæmt, að halda flokksþing á næstunni. „Það er hins vegar meira álitamál hvort það hentar flokknum að verja kröftum og fjármagni í flokksþing rétt fyrir kosningar, sérstaklega ef grunur reynist réttur um það að áhugafólk um flokksþing utan flokks hafi takmarkaðan áhuga á árangri og málefnavinnu flokksins.“ Hyggst Sigmundur Davíð tryggja að búið verði að vinna þá undirbúningsvinnu sem þarf svo hægt sé að halda flokksþing á þeim degi sem verði fyrir valinu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20 Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06 Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing fyrir kosningar Framsóknarflokkurinn mun halda flokksþing fyrir Alþingiskosningar sem verða 29. október þar sem meirihluti kjördæmisþinga flokksins hefur nú samþykkt tillögu um að flokksþing verði haldið. 25. ágúst 2016 22:20
Lilja býður sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra gerir ráð fyrir því að boðað verði til miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins í ágúst. 10. júlí 2016 13:06
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58
Enginn einhugur um Sigmund í þingflokki Framsóknar Skiptar skoðanir eru um það meðal þingmanna Framsóknarflokksins hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eigi að leiða flokkinn í kosningunum í haust. 5. ágúst 2016 19:06
Gunnar Bragi segir engan geta tekið við af Sigmundi Davíð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur það glapræði að ákveða kjördag. 10. ágúst 2016 10:20
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent