Gústaf Níelsson: Innflytjendastefna Skandinavíu bálköstur borgarastyrjaldar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. ágúst 2016 14:03 „Það þarf ekki annað en að „gúggla“ [Gústaf Níelsson] og þá sér maður, mörg ár aftur í tímann, ljótar fyrirsagnir. Ekki aðeins í garð útlendinga eða múslima heldur einnig í garð samkynhneigðra, feminista og kvenna,“ sagði Gunnar Wagee, ritstjóri Sandkassans, á Sprengisandi í morgun. Gunnar var gestur þáttarins ásamt Gústafi Níelssyni, sagnfræðingi, en til umræðu var meðal annars listi Gunnars yfir íslenska nýrasista. „Þetta er listi sem ég skóp og ákvað hverjir fara inn á hann. Fólk er ekki á listanum því mér líkar illa við það heldur máta ég það við skilgreininguna á nýrasisma.“ „Þetta er auðvitað mas út í bláinn,“ sagði Gústaf þegar hann tók til máls. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefum árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðunni hvað varðar íslamvæðingu Evrópu.“ Máli sínu til stuðnings benti Gústaf meðal til Skandinavíu og sagði að Íslendingar ættu að forðast það að lenda í sama pytti og ríkin þar. Að hans mati hafa stjórnvöld þar boðið upp á stefnu sem mun leiða „óhjákvæmilega hefur leitt til þess að hlaðið er í bálköst borgarastyrjaldar“. Hann hafi tekið þátt í þessari umræðu til að forða Íslandi frá því að fara sömu leið. „Gunnar kallar þá sem taka þátt í þessari umræðu nýrastista. Þetta hugtak er ekkert annað en merkingarlaus orðaleppur og í raun skammaryrði sem reynt er að skreyta með fræðilegum ljóma,“ segir Gústaf. Hann segir að Gunnar noti það aðeins um fólk sem honum mislíkar en máli sínu til stuðnings benti hann á að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, eru ekki á listanum þó þeir hafi harðlega gagnrýnt umrædda þróun.„Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð“ „Ég tel að Gústaf ætti að horfast í augu við það að ummæli á borð við þau sem hann viðhefur geta valdið beinum skaða,“ sagði Gunnar. „Þau skaða börn múslima hvern einasta dag. Þessi hatursfulli málflutningur er uppfullur af staðreyndavillum og á meira skilt við predikun en nokkuð annað.“ Gunnar benti á að hingað til hefði umræða hér í landi tekið mið af staðreyndum en ekki einhverjum trúarviðmiðum. Sakaði hann Gústaf um að bera á torg hluti sem væru ekki studdir neinum athugunum eða rannsóknum. „Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð,“ sagði Gústaf. Hann sagði að fjölmargir útlendingar hefðu komið hingað til lands og aðlagast vel. Hann væri hins vegar andvígur því að hleypa hverjum sem er, afnámi landamæraeftirlits og því að Dyflinarreglugerðinni verði lagt. „Múslimar sem hingað koma verða að átta sig á því að hérna gilda íslensk lög. Þeir eru ekki mjög margir hér á landi sem stendur en þeir hafa alltaf verið hljóðlátir þar til þeir verða nógu margir,“ sagði Gústaf undir nokkrum framíköllum Gunnars en hann fór fram á það að Gústaf myndi benda á einhver mál þar sem múslimar vildu ekki fylgja íslenskum lögum. „Það hefur verið endalaus krafa í öðrum löndum að múslimar fái sérstök lög. Hér á landi sagði fyrrum forstöðumaður múslima, Sverriar Agnarsson, að hann gæti vel hugsað sér að sjaríalög giltu um íslenska múslima í erfða- og hjúskaparmálum,“ sagði Gústaf. Hann bætti því síðar við að þessi mál væru ekki hitamál í hans huga, hann væri að reyna að ræða þau yfirvegað og öfgalaust. Umræðurnar má heyra í spilurunum hér fyrir ofan og neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37 Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Það þarf ekki annað en að „gúggla“ [Gústaf Níelsson] og þá sér maður, mörg ár aftur í tímann, ljótar fyrirsagnir. Ekki aðeins í garð útlendinga eða múslima heldur einnig í garð samkynhneigðra, feminista og kvenna,“ sagði Gunnar Wagee, ritstjóri Sandkassans, á Sprengisandi í morgun. Gunnar var gestur þáttarins ásamt Gústafi Níelssyni, sagnfræðingi, en til umræðu var meðal annars listi Gunnars yfir íslenska nýrasista. „Þetta er listi sem ég skóp og ákvað hverjir fara inn á hann. Fólk er ekki á listanum því mér líkar illa við það heldur máta ég það við skilgreininguna á nýrasisma.“ „Þetta er auðvitað mas út í bláinn,“ sagði Gústaf þegar hann tók til máls. „Ég skal fúslega viðurkenna það að ég hefum árabil tekið þátt í þjóðmálaumræðunni hvað varðar íslamvæðingu Evrópu.“ Máli sínu til stuðnings benti Gústaf meðal til Skandinavíu og sagði að Íslendingar ættu að forðast það að lenda í sama pytti og ríkin þar. Að hans mati hafa stjórnvöld þar boðið upp á stefnu sem mun leiða „óhjákvæmilega hefur leitt til þess að hlaðið er í bálköst borgarastyrjaldar“. Hann hafi tekið þátt í þessari umræðu til að forða Íslandi frá því að fara sömu leið. „Gunnar kallar þá sem taka þátt í þessari umræðu nýrastista. Þetta hugtak er ekkert annað en merkingarlaus orðaleppur og í raun skammaryrði sem reynt er að skreyta með fræðilegum ljóma,“ segir Gústaf. Hann segir að Gunnar noti það aðeins um fólk sem honum mislíkar en máli sínu til stuðnings benti hann á að Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, og Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og fréttamaður, eru ekki á listanum þó þeir hafi harðlega gagnrýnt umrædda þróun.„Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð“ „Ég tel að Gústaf ætti að horfast í augu við það að ummæli á borð við þau sem hann viðhefur geta valdið beinum skaða,“ sagði Gunnar. „Þau skaða börn múslima hvern einasta dag. Þessi hatursfulli málflutningur er uppfullur af staðreyndavillum og á meira skilt við predikun en nokkuð annað.“ Gunnar benti á að hingað til hefði umræða hér í landi tekið mið af staðreyndum en ekki einhverjum trúarviðmiðum. Sakaði hann Gústaf um að bera á torg hluti sem væru ekki studdir neinum athugunum eða rannsóknum. „Ég hef aldrei predikað neina útlendingaandúð,“ sagði Gústaf. Hann sagði að fjölmargir útlendingar hefðu komið hingað til lands og aðlagast vel. Hann væri hins vegar andvígur því að hleypa hverjum sem er, afnámi landamæraeftirlits og því að Dyflinarreglugerðinni verði lagt. „Múslimar sem hingað koma verða að átta sig á því að hérna gilda íslensk lög. Þeir eru ekki mjög margir hér á landi sem stendur en þeir hafa alltaf verið hljóðlátir þar til þeir verða nógu margir,“ sagði Gústaf undir nokkrum framíköllum Gunnars en hann fór fram á það að Gústaf myndi benda á einhver mál þar sem múslimar vildu ekki fylgja íslenskum lögum. „Það hefur verið endalaus krafa í öðrum löndum að múslimar fái sérstök lög. Hér á landi sagði fyrrum forstöðumaður múslima, Sverriar Agnarsson, að hann gæti vel hugsað sér að sjaríalög giltu um íslenska múslima í erfða- og hjúskaparmálum,“ sagði Gústaf. Hann bætti því síðar við að þessi mál væru ekki hitamál í hans huga, hann væri að reyna að ræða þau yfirvegað og öfgalaust. Umræðurnar má heyra í spilurunum hér fyrir ofan og neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37 Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vigdís kærir umfangsmikil níðskrif um sig Vigdís Hauksdóttir greindi frá því nú rétt í þessu að hún hafi lagt fram til lögreglu umfangsmikil níðskrif um sig. 27. júlí 2016 13:37
Birtir lista yfir meinta nýrasista Gústaf Níelsson hyggst kæra Sandkassann vegna hatursummæla. 27. júlí 2016 13:21