Kári Stefánsson: Erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 17:34 Kári gefur lítið fyrir gagnrýni frá stuðningsmönnum fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/gva/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að halda uppi málefnalegri umræðu um stjórnmál vegna þess að „þau vekja gjarnan hjá fólki tilfinningar sem bera heilbrigða skynsemi ofurliði.“ Þetta segir Kári í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hann segir grein sína sem birtist í Morgunblaðinu í gær hafa vakið gagnrýni stuðningsmanna Bjarna sem saka hann um ósanngjarna gagnrýni og gefa í skyn að hann styðji einhvern annan stjórnmálaflokk. Í grein sinni í gær lagði Kári til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. Ástæðuna sagði Kári vera að Bjarni ætti erfitt með að halda orð sín. Í síðustu viku var samþykkt þingsályktunartillaga um fimm ára ríkisfjármálaáætlun. Að mati Kára gengur sú áætlun þvert á yfirlýstan vilja Bjarna til að hlúa að þeim sem minna mega sín og styrkja heilbrigðiskerfinu. Í stöðuuppfærslunni segir Kári að hann telji Bjarna skýran, skemmtilegan og með þægilega nærveru. Hann gagnrýni hann hins vegar fyrir það „ginnungagap“ sem sé milli skoðana hans og vilja annars vegar og gerða hins vegar þegar kemur að heilbrigðismálum. Kári segir tilefni gagnrýnarinnar vera þingsályktunartillögu sem Bjarni lagði fram og var samþykkt í vikunni sem leið til stuðnings við fimm ára áætlun um ríkisfjármál. Kári telur tillöguna ganga þvert á skoðanir Bjarna og vilja í velferðarmálum. Kári fer heldur ekki mjúkum höndum um ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hann bendir á grein eftir hann í Fréttablaðinu fyrir skemmstu þar sem hann gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu fyrir að hafa „vanrækt heilbrigðiskerfið sem og aðra þætti velferðarkerfisins.“ „Svartnættisskömm þeirrar ríkisstjórnar á rætur sínar í því að hún var fyrsta hreinræktaða félagshyggjuríkisstjórnin í sögu Lýðveldissins og hefði frekar átt að kasta sér á sverðsodda en að hola að innan velferðarkerfið.” Þá segir Kári það eflaust á stundum erfitt að vera stjórnmálaleiðtogi en að félagar og stuðningsmenn geti gert það auðveldara með því að hjálpa mönnum til góðra verka. „Ég held til dæmis að það væri Bjarna betra og hollara að stuðningsmenn hans hættu að væla undan því að ég benti á auðsætt gapið milli skoðana hans og vilja í velferðarmálum og fimm ára áætlunarinnar og ýttu honum frekar til þess að hrinda vilja hans í framkvæmd.” Að lokum segir Kári að sá flokkur sem sýni í verki raunverulegan stuðning við velferðarkerfið og endurreisi heilbrigðiskerfið komi til með að eiga hjarta hans. Stöðuuppfærslu Kára má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46 Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Kári Stefánsson segir ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafa holað velferðarkerfið að innan Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að svo virðist vera sem pólitísk hugmyndafræði sé „vitagagnlaust drasl“ þegar menn eru komnir á valdastóla. 9. ágúst 2016 07:46
Vill að þjóðin forði Bjarna frá frekari árekstrum vilja og eðlis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, leggur til að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, verði fundið hlutverk utan stjórnmála. 27. ágúst 2016 11:11