Staðalbúnaður Berglind Pétursdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá? Ég sat og barmaði mér í grátkasti eitt kvöldið, hélt að það væri af því að enginn vildi frjóvga í mér eggin en það reyndist svo vera af því að ég var að byrja á túr og hormónarnir í mér í mikilli krísu. Morguninn eftir vaknaði ég við að vera skorin með sveðju um mig miðja, eða það hélt ég. En þá var það bara slímhúðin í leginu í mér að losna á dramatískan hátt frá veggjunum og heimta athygli. Ég átti engin verkjalyf, önnur en spjald af Parkódíni sem flestir hefðu prísað sig sæla með, en ekki þetta leg. Það eina sem taflan gerði var að gera mig ófæra um að keyra í vinnuna og heiladauða það sem eftir lifði dags. Vinkonur mínar fá sumar mígreni sem er svo slæmt að þær geta ekki opnað augun, bara af því þær eru á blæðingum. Aðrar eru rúmliggjandi heilu dagana. Sumar hlaupa frjálsar um akra og þurfa ekki einu sinni að nota dömubindi því þær finna ekki fyrir því að vera á blæðingum og ég óska þeim innilega til hamingju. Fyrir okkur hinar legg ég til að tekið verði upp túrfrí þar sem konur fá einn dag í mánuði þar sem þær mega liggja í bólgueyðandi böðum og svara tölvupóstum að heiman. Eða að minnsta kosti fá viðeigandi búnað á almenningssalerni. Og vilja strákarnir fá eitthvað líka? Þið þurfið ekki að fara á túr. Verði ykkur að góðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun
Ég hef aldrei haft mikla þörf fyrir að tala um það að einu sinni í mánuði fossi úr mér blóð, fyrr en núna. Ég sá að kynsystur mínar voru að benda á það á alnetinu hversu eðlilegt væri að geta nálgast grunnblæðingabúnað á almenningssalernum. Virkilega satt og rétt. Svörin sem biðu þeirra voru: En ef þið konur fáið þetta frítt, hvað fá karlarnir þá? Ég sat og barmaði mér í grátkasti eitt kvöldið, hélt að það væri af því að enginn vildi frjóvga í mér eggin en það reyndist svo vera af því að ég var að byrja á túr og hormónarnir í mér í mikilli krísu. Morguninn eftir vaknaði ég við að vera skorin með sveðju um mig miðja, eða það hélt ég. En þá var það bara slímhúðin í leginu í mér að losna á dramatískan hátt frá veggjunum og heimta athygli. Ég átti engin verkjalyf, önnur en spjald af Parkódíni sem flestir hefðu prísað sig sæla með, en ekki þetta leg. Það eina sem taflan gerði var að gera mig ófæra um að keyra í vinnuna og heiladauða það sem eftir lifði dags. Vinkonur mínar fá sumar mígreni sem er svo slæmt að þær geta ekki opnað augun, bara af því þær eru á blæðingum. Aðrar eru rúmliggjandi heilu dagana. Sumar hlaupa frjálsar um akra og þurfa ekki einu sinni að nota dömubindi því þær finna ekki fyrir því að vera á blæðingum og ég óska þeim innilega til hamingju. Fyrir okkur hinar legg ég til að tekið verði upp túrfrí þar sem konur fá einn dag í mánuði þar sem þær mega liggja í bólgueyðandi böðum og svara tölvupóstum að heiman. Eða að minnsta kosti fá viðeigandi búnað á almenningssalerni. Og vilja strákarnir fá eitthvað líka? Þið þurfið ekki að fara á túr. Verði ykkur að góðu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun