Óttast að stjórnvöld geti lítið hjálpað Sæunn Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Í minnisblaðinu segir að vöxtur sé lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. vísir/afp Möguleiki valdhafa til að örva hagvöxt fer ört minnkandi, og bæði seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim hafa sífellt færri tól til þess að auka hagvöxt, samkvæmt nýrri rannsókn frá sérfræðingum greiningardeildar Barclays banka. Í minnisblaði Barclays, Diminishing policy power, færir sérfræðingurinn Christian Keller rök fyrir því að seðlabankar og ríkisstjórnir hafi sífellt færri möguleika á að laga hlutina eftir hefðbundnum leiðum, svo sem með því að beita peningamálastefnu, þegar efnahagskerfi heimsins standa frammi fyrir skaðlegu áfalli. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa seðlabankar víðsvegar um heiminn notast við peningamálastefnu sem hefur ekki sést áður, lækkað stýrivexti og notað peningalega slökun (e. quantitative easing) til að reyna að takast á við verðbólgu og auka hagvöxt. Sérfræðingar Bank of America Merrill Lynch bentu á föstudag á að þá höfðu seðlabankar heimsins lækkað stýrivexti 666 sinnum frá falli Lehman Brothers árið 2008. Nú síðast þegar Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína niður í 0,25 prósent. Allar þessar ákvarðanir eru ekki sagðar hafa skilað tilskildum áhrifum í efnahagslífi þjóðanna. Vöxtur er lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og mikið hefur verið um skuldabréfakaup. Sérfræðingar greiningardeildar Barclays telja að það sé einfaldlega ekki mikið meira sem Evrópubankinn geti gert til að örva hagvöxt.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Möguleiki valdhafa til að örva hagvöxt fer ört minnkandi, og bæði seðlabankar og ríkisstjórnir um allan heim hafa sífellt færri tól til þess að auka hagvöxt, samkvæmt nýrri rannsókn frá sérfræðingum greiningardeildar Barclays banka. Í minnisblaði Barclays, Diminishing policy power, færir sérfræðingurinn Christian Keller rök fyrir því að seðlabankar og ríkisstjórnir hafi sífellt færri möguleika á að laga hlutina eftir hefðbundnum leiðum, svo sem með því að beita peningamálastefnu, þegar efnahagskerfi heimsins standa frammi fyrir skaðlegu áfalli. Frá fjármálakreppunni 2008 hafa seðlabankar víðsvegar um heiminn notast við peningamálastefnu sem hefur ekki sést áður, lækkað stýrivexti og notað peningalega slökun (e. quantitative easing) til að reyna að takast á við verðbólgu og auka hagvöxt. Sérfræðingar Bank of America Merrill Lynch bentu á föstudag á að þá höfðu seðlabankar heimsins lækkað stýrivexti 666 sinnum frá falli Lehman Brothers árið 2008. Nú síðast þegar Englandsbanki lækkaði stýrivexti sína niður í 0,25 prósent. Allar þessar ákvarðanir eru ekki sagðar hafa skilað tilskildum áhrifum í efnahagslífi þjóðanna. Vöxtur er lítill í alþjóðahagkerfinu, sér í lagi innan evrusvæðisins, þar sem stýrivextir eru neikvæðir og mikið hefur verið um skuldabréfakaup. Sérfræðingar greiningardeildar Barclays telja að það sé einfaldlega ekki mikið meira sem Evrópubankinn geti gert til að örva hagvöxt.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira