Fleiri konur kjósa að fæða börn sín á sjúkrahúsinu á Akranesi Nadine Guðrún Yaghi og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 10. ágúst 2016 07:00 Konur sækja í að fæða á sjúkrahúsinu á Akranesi. vísir/pjetur Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fæðingum á sjúkrahúsinu á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og hafa verið á bilinu 250 til 270 á ári. Metið var slegið árið 2010 þegar fæðingar voru 358. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir segir ástæðuna meðal annars að konur fái að liggja inni í 36 klukkutíma eftir eðlilega fæðingu og í 48 tíma eftir keisaraskurð eða erfiðari fæðingar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er miðað við að konur sem fæða fyrsta barn liggi í 12 tíma eftir eðlilega fæðingu, annars 24 tíma.Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akranesi.MYND/ALDÍS PÁLSDÓTTIRHafdís segir einnig að hluti kvenna, meðal annars af Snæfellsnesi og frá Hvammstanga, fái að liggja fulla sængurlegu þar sem heimaþjónusta sé ekki í boði í þeirra heimabyggð. Þetta eigi einnig við um allar konur sem óski eftir því að fæða á Akranesi til að liggja inni í þrjá til fjóra daga. „Það hefur einnig verið jöfn og þétt aukning, sérstaklega frá nágrannabyggðum okkar eins og Mosfellsbæ og Kjalarnesi.“ Vegalengdin sé ekkert vandamál. „Ég bý sjálf í Mosfellsbæ og er 25 mínútur hingað, plan í plan. Ég myndi ekki alltaf komast á þeim tíma niður á Landspítala.“ Þá segir Hafdís að ljósmæður sem sinni mæðravernd á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafi bent á Akranes sem valkost fyrir þær konur sem óski eftir heimilislegra umhverfi. „Hér er öll þjónusta í boði því við erum alltaf bæði með svæfingarlækni og fæðingarlækni á vakt ef á þarf að halda,“ segir Hafdís og bætir við að þetta sé reyndar valkostur sem allar konur hafi, burtséð frá því hvar þær kunni að hafa búsetu á landinu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira