Sonur Sævars Ciesielski: Hinn raunverulegi ofbeldismaður er kerfið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 14:12 Sævar Ciesielski hlaut þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu og sat inni í níu ár. Vísir/Samsett Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hafþór Sævarsson segir sig og fjölskyldu sína bíða eftir haustinu, þegar endurupptökunefnd tekur ákvörðun um hvort Geirfinnsmálið verði tekið upp á ný. Hann gefur lítið fyrir kjaftasögur um málið, og tekur nýrri bók Ómars Ragnarssonar með fyrirvara. Faðir Hafþórs, Sævar Ciesielski, var einn sakborninganna í Geirfinnsmálinu og hlaut þyngsta dóminn, ævilangt fangelsi í héraðsdómi. „Maður hefur heyrt svo margar kjaftasögur um þetta mál. Án þess að ég hafi kannað þær heimildir sem liggja því til grundvallar hjá Ómari þá virðist þetta í fljótu bragði vera ein af ótalmörgum kjaftasögum sem til eru um þetta mál,“ segir Hafþór í samtali við Vísi. „Bók Jóns Daníelssonar virðist byggja á annarri nálgun. Þar hefur hann til að mynda rannsakað atriði sem Hæstiréttur ákvað að gera ekki og telur sig hafa fundið fjarvistarsönnun fyrir pabba.“ Hafþór segir að kannski verði aldrei vitað hvað varð um Guðmund og Geirfinn, sem hurfu árið 1974, en telur það ekki aðalatriðið. „Það sem skiptir máli er sannleikurinn um þetta mál. Sannleikurinn um ofbeldi yfirvalda,“ segir Hafþór. „Það er enginn sem kaupir þessar lygar á dæmdu ungmennin lengur. Nú er hins vegar búið að koma í ljós hver hinn raunverulegi ofbeldismaður og pyntari var og það er kerfið og aðilar þess.“Segir allt stefna í endurupptöku málsins Hafþór telur víst að málið verði tekið upp á ný. „Settur ríkissaksóknari hefur mælt með að málið verði tekið upp að nýju. Svo við bíðum bara róleg eftir haustinu. Þetta mál verður tekið upp að nýju, það er alveg víst.“ Hæstiréttur mildaði dóminn yfir Sævari í sautján ár og sat hann inni í níu ár. Eftir að hann losnaði úr fangelsi, árið 1984, hóf hann baráttu fyrir endurupptöku málsins, en hann hélt því alla tíð fram að á honum hefði verið framið réttarmorð. Árið 1993 fór hann fram á endurupptöku málsins, en henni hefur ætíð verið hafnað. Sævar lést árið 2011. „Starfshópur innanríkisráðuneytisins gat sýnt fram á margt sem faðir minn sagðist hafa orðið fyrir í einangrunarvistuninni. Hann var kaffærður, barinn, hafður í fót- og handjárnum, gefinn lyf í of stórum skömmtum, ljós látið loga allan sólarhringinn í þessum pínulitla klefa í marga mánuði, allan sólarhringinn. Þá köstuðu fangaverðir grjóti á þakið til að hrella hann. Skýrsla starfshóps innanríkisráðuneytis staðfestir þetta allt saman,“ segir Hafþór. Hafþór segir að einangrunarvistin sem faðir hans sætti eigi sér engin fordæmi. „Gísli Guðjónsson, einn virtasti réttarsálfræðingur heims, hefur ekki komið að máli þar sem neinn var haldinn svona stjarnfræðilega lengi í einangrun. Við erum að tala um tuttugu og eitthvað mánuði.“ „Það er búið að vera þöggun og meðvirkni gagnvart þessum pyntingum. Nákvæm smáatriði þessa réttarmorðs liggja fyrir. Ef þetta mál verður ekki tekið fyrir á nýjan leik, mun mannorð réttarkerfisins aldrei fá uppreist æru.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira