Agent Fresco á ferð um Evrópu 11. ágúst 2016 10:30 Agent Fresco verður í fyrsta skipti ekki á landinu í kringum Airwaves hátíðina. Mynd/James Lang Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is Airwaves Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Strákarnir í Agent Fresco hafa verið á mikilli sigurgöngu. Þeir áttu meðal annars plötu ársins og Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Þeir hafa spilað út um nánast allan heim og hafa komið fram á öllum stærstu hátíðum hér á landi auk þess að hafa hitað upp fyrir stórsveitina Muse um síðustu helgi. Næst á dagskrá hjá Agent Fresco er að leggja í tónleikaferðalag um Evrópu – þeir byrja á að þvera Evrópu nánast í heild sinni og koma svo aðeins heim en halda síðan beint aftur á meginlandið þar sem þeir munu hita upp fyrir stórhljómsveitina Katatonia. „Það er langskemmtilegast að hita upp fyrir stærri hljómsveitir sem koma inn með aðdáendur sína og maður þarf bara að gefa þeim gott „show“ og vinna þá yfir. Þetta virkaði ógeðslega vel með Coheed and Cambria í janúar og núna ætlum við að taka þetta með Katatonia,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari sveitarinnar. Áður en þeir halda í þetta langa ferðalag munu þeir spila á tvennum tónleikum hér á landi en þessir tónleikar verða í kvöld á NASA og á morgun á Græna hattinum á Akureyri. „Þetta eru síðustu giggin okkar í ár. Það er svo bara spurning hvernig þetta lítur út á næsta ári. Við vitum ekkert hvað er að fara að gerast eftir þetta – hvort það verða fleiri tónleikar eða hvort við erum að fara að detta í pásu til að semja nýja plötu. Það er um að gera að sjá okkur þegar við erum fáránlega heitir og með megaþétt prógramm fyrir Evrópu sem við ætlum að prufukeyra,“ segir Arnór spenntur að lokum.Miða á tónleikana í kvöld má nálgast á enter.isMiðar á tónleikana á Græna hattinum fást hinsvegar á midi.is
Airwaves Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira