Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 19:58 Albert er formaður Heimdallar. Fréttablaðið/Ernir Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent