Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 19:58 Albert er formaður Heimdallar. Fréttablaðið/Ernir Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50