Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - FH 0-1 | Emil kom inn á og tryggði FH-ingum stigin þrjú Guðmundur Marinó Ingvarsson á Extra-vellinum skrifar 15. ágúst 2016 20:45 FH vann sterkan sigur á Fjölni, 0-1, í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Extra-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Emil Pálsson skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Jonathans Hendrickx á 86. mínútu, aðeins nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. FH er nú með 31 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan getur minnkað forskot Íslandsmeistaranna í eitt stig með sigri á KR síðar kvöld. Fjölnir er áfram í 3. sæti deildarinnar með 26 stig en liðið hefði getað komist á toppinn með sigri í kvöld.Af hverju vann FH?FH var síst sterkari aðilinn í leiknum en í liðinu eru mjög góðir leikmenn og unnu tveir slíkir að því að tryggja liðinu sigurinn. Jonathan Hendrickx átti mjög margar góðar hornspyrnu frá vinstri í leiknum og skilaði ein slík sigurmarkinu þar sem Emil Pálsson skallaði boltann í netið rétt eftir að hann kom inn á sem varamaður. Varamenn FH gerðu í raun gæfumuninn því allar skiptingar Heimis höfðu jákvæð áhrif á leik liðsins. Liðið er vissulega öfundsvert af því að geta skipt Atla Guðnasyni, Emil og Kristjáni Flóka Finnbogasyni inn á en allt annað var að sjá leik liðsins eftir að þeir tveir síðar nefndu komu inn nokkuð á undan Emil. Fjölnir getur nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt neina þeirra góðu sókna sem liðið átti í leiknum og þá ekki síst fyrri hálfleiknum þegar liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum. Þessir stóðu upp úrMiðverðir beggja liða réðu vel við sóknarmenn andstæðinganna og átti Bergsveinn Ólafsson fína endurkomu á sinn gamla heimavöll. Davíð Þór Viðarsson var mjög sterkur fyrir framan hann í baráttunni við Igor Jugovic sem lék vel fyrir Fjölni. Þórir Guðjónsson fór mikinn á vinstri kantinum hjá Fjölni og hefðu samherjar hans átt að nýta einhverja af fjölmörgum góðum fyrirgjöfum hans í leiknum. Hvað gekk illa?Fjölnir hefur skorað flest mörk allra liða í deildinni en náði ekki að nýta margar álitlega sóknir sínar í leiknum. FH virtist eiga í vandræðum með að byggja upp góðar sóknir með bræðurna Davíð Þór og Bjarna Þór Viðarssyni á miðjunni. Þó enginn efist um getu Bjarna þá lék liðið mun betur eftir að honum var skipt útaf. Þetta var þriðja sinn í sumar sem Fjölnir gat komist á topp Pepsi-deildarinnar með sigri og aldrei hefur liðinu tekist það. Munurinn á þessum leik og hinum tveimur er þó sá að liðið lék vel í þessum leik. Hvað gerist næst?Með sigrinum náði FH fimm stiga forystu á Fjölni á ný og tryggði toppsætið. Stjarnan er fjórum stigum á eftir FH en leikur við KR þegar þetta er ritað. FH fær einmitt Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð í Kaplakrika 22. ágúst. Deginum áður fer Fjölnir til Ólafsvíkur þar sem liðið mætir heimamönnum í Víkingi. Víkingur hefur verið í frjálsu falli síðasta mánuðinn og fær Fjölnir kærkomið tækifæri til að koma sér í betri stöðu í Evrópubaráttunni ef liðið hreinlega nálgast ekki toppinn á ný með sigri.Emil: Sem betur fer datt boltinn á hausinn á mér Emil Pálsson tryggði FH 1-0 sigur í kvöld með marki rétt eftir að hann kom inn á sem varamaður. „Ég held það sé ekki hægt að eiga betri innkomu heldur en þetta. Koma inn og skora með fyrstu snertingu. Það verður ekki betra,“ sagði Emil strax eftir leik. „Ég er yfirleitt með mitt svæði í hornum og ég fór bara í það og sem betur fer datt boltinn á hausinn á mér og ég náði að setja hann í netið.“ Emil lék um tíma á síðustu leiktíð með Fjölni á láni frá FH og kann hann einkar vel við sig á Extra-vellinum í Grafarvogi. „Mér líður vel í Grafarvogi. Það var mjög gott að koma hingað til baka þó ég hefði viljað spila meira. En ég er ánægður með að hafa náð að setja mark mitt á leikinn.“ Emil var valinn leikmaður síðustu leiktíðar en varð að sætta sig við að byrja leikinn í dag á bekknum. Hann meiddist lítillega í síðasta leik gegn KR en hann sagði það ekki hafa haft neitt með það að gera. „Ég get ekki sagt það. Við höfum verið upp og niður og hann (Heimir Guðjónsson þjálfari) hefur verið að hræra í liðinu og ég tek bara þeirri uppstillingu sem hann ákveður. Ég reyni bara að koma sterkur af bekknum og gera eitthvað,“ sagði Emil sem stóð við þau orð í leiknum í kvöld.Heimir: Samstaða innan liðsins „Við sýndum hörku góðan karakter á mjög erfiðum útivelli gegn gríðarlega öflugu Fjölnisliði,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við unnum okkur jafnt og þétt inn í leikinn. Við fengum okkar möguleika í seinni hálfleik og héldum alltaf áfram og náðum inn marki. Frábær sigur.“ Skiptingar Heimis í seinni hálfleik gerðu gæfumuninn fyrir FH í leiknum en Heimir vildi ekki hrósa sjálfum sér fyrir það. „Ég held að það hafi verið samstaða innan liðsins um að gera þetta vel sem hafi skilað þessu. Menn voru tilbúnir að berjast hvorn fyrir annan og hjálpast að við þetta. Þegar það gerist hjá FH þá gerast góðir hlutir,“ sagði Heimir. FH tapaði síðasta leik og hefði séð eftir toppsætinu hefði liðið tapaði í kvöld. „Við höfum gefið færi á okkur en þetta á að hjálpa okkur í framhaldinu og ef við viljum að þetta hjálpi okkur þá gerir það það.“Ólafur Páll: Einbeitingarleysi hjá mér persónulega Ólafur Páll Snorrason var ómyrkur í máli og kenndi sjálfum sér um tapaði í kvöld. „Við spiluðum fínan fótbolta í kvöld en við vorum ekkert að hugsa um að komast á toppinn. Það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Ólafur Páll. „FH er með frábært lið en við vorum töluvert sterkari aðilinn í leiknum að mínu mati. Það sem er svekkjandi er að tapa þessu á marki í lokin á einbeitingarleysi hjá mér persónulega. Ég tek það á mig. „Það voru allir hinir á tánum á þessu tiltekna augnabliki. Ég tek það á mig og kem sterkari til baka. Ég er drullusvekktur að hafa tapað fyrir FH hér á heimavelli.“ Fjölnir fékk fjölda tækifæra til að skora í fyrri hálfleik og vantaði oft herslumuninn þegar liðið var komið í ákjósanlegar stöður. „Við sköpuðum okkur fullt af tækifærum. Við vorum óheppnir upp við markið og fengum færi eftir aukaspyrnur, hornspyrnur og annað. Við spiluðum fínan fótbolta en töpuðum. Það fer illa með sálartetrið í kvöld að minnsta kosti,“ sagði Ólafur Páll.vísir/ernirStuðningsmenn Fjölnis létu vel í sér heyra.vísir/ernirStormsveitarmaðurinn var mættur í Grafarvoginn.vísir/ernirHeimir ásamt aðstoðarmanni sínum, Guðlaugi Baldurssyni.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
FH vann sterkan sigur á Fjölni, 0-1, í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Extra-vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Emil Pálsson skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu Jonathans Hendrickx á 86. mínútu, aðeins nokkrum sekúndum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. FH er nú með 31 stig á toppi deildarinnar en Stjarnan getur minnkað forskot Íslandsmeistaranna í eitt stig með sigri á KR síðar kvöld. Fjölnir er áfram í 3. sæti deildarinnar með 26 stig en liðið hefði getað komist á toppinn með sigri í kvöld.Af hverju vann FH?FH var síst sterkari aðilinn í leiknum en í liðinu eru mjög góðir leikmenn og unnu tveir slíkir að því að tryggja liðinu sigurinn. Jonathan Hendrickx átti mjög margar góðar hornspyrnu frá vinstri í leiknum og skilaði ein slík sigurmarkinu þar sem Emil Pálsson skallaði boltann í netið rétt eftir að hann kom inn á sem varamaður. Varamenn FH gerðu í raun gæfumuninn því allar skiptingar Heimis höfðu jákvæð áhrif á leik liðsins. Liðið er vissulega öfundsvert af því að geta skipt Atla Guðnasyni, Emil og Kristjáni Flóka Finnbogasyni inn á en allt annað var að sjá leik liðsins eftir að þeir tveir síðar nefndu komu inn nokkuð á undan Emil. Fjölnir getur nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt neina þeirra góðu sókna sem liðið átti í leiknum og þá ekki síst fyrri hálfleiknum þegar liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum. Þessir stóðu upp úrMiðverðir beggja liða réðu vel við sóknarmenn andstæðinganna og átti Bergsveinn Ólafsson fína endurkomu á sinn gamla heimavöll. Davíð Þór Viðarsson var mjög sterkur fyrir framan hann í baráttunni við Igor Jugovic sem lék vel fyrir Fjölni. Þórir Guðjónsson fór mikinn á vinstri kantinum hjá Fjölni og hefðu samherjar hans átt að nýta einhverja af fjölmörgum góðum fyrirgjöfum hans í leiknum. Hvað gekk illa?Fjölnir hefur skorað flest mörk allra liða í deildinni en náði ekki að nýta margar álitlega sóknir sínar í leiknum. FH virtist eiga í vandræðum með að byggja upp góðar sóknir með bræðurna Davíð Þór og Bjarna Þór Viðarssyni á miðjunni. Þó enginn efist um getu Bjarna þá lék liðið mun betur eftir að honum var skipt útaf. Þetta var þriðja sinn í sumar sem Fjölnir gat komist á topp Pepsi-deildarinnar með sigri og aldrei hefur liðinu tekist það. Munurinn á þessum leik og hinum tveimur er þó sá að liðið lék vel í þessum leik. Hvað gerist næst?Með sigrinum náði FH fimm stiga forystu á Fjölni á ný og tryggði toppsætið. Stjarnan er fjórum stigum á eftir FH en leikur við KR þegar þetta er ritað. FH fær einmitt Stjörnuna í heimsókn í næstu umferð í Kaplakrika 22. ágúst. Deginum áður fer Fjölnir til Ólafsvíkur þar sem liðið mætir heimamönnum í Víkingi. Víkingur hefur verið í frjálsu falli síðasta mánuðinn og fær Fjölnir kærkomið tækifæri til að koma sér í betri stöðu í Evrópubaráttunni ef liðið hreinlega nálgast ekki toppinn á ný með sigri.Emil: Sem betur fer datt boltinn á hausinn á mér Emil Pálsson tryggði FH 1-0 sigur í kvöld með marki rétt eftir að hann kom inn á sem varamaður. „Ég held það sé ekki hægt að eiga betri innkomu heldur en þetta. Koma inn og skora með fyrstu snertingu. Það verður ekki betra,“ sagði Emil strax eftir leik. „Ég er yfirleitt með mitt svæði í hornum og ég fór bara í það og sem betur fer datt boltinn á hausinn á mér og ég náði að setja hann í netið.“ Emil lék um tíma á síðustu leiktíð með Fjölni á láni frá FH og kann hann einkar vel við sig á Extra-vellinum í Grafarvogi. „Mér líður vel í Grafarvogi. Það var mjög gott að koma hingað til baka þó ég hefði viljað spila meira. En ég er ánægður með að hafa náð að setja mark mitt á leikinn.“ Emil var valinn leikmaður síðustu leiktíðar en varð að sætta sig við að byrja leikinn í dag á bekknum. Hann meiddist lítillega í síðasta leik gegn KR en hann sagði það ekki hafa haft neitt með það að gera. „Ég get ekki sagt það. Við höfum verið upp og niður og hann (Heimir Guðjónsson þjálfari) hefur verið að hræra í liðinu og ég tek bara þeirri uppstillingu sem hann ákveður. Ég reyni bara að koma sterkur af bekknum og gera eitthvað,“ sagði Emil sem stóð við þau orð í leiknum í kvöld.Heimir: Samstaða innan liðsins „Við sýndum hörku góðan karakter á mjög erfiðum útivelli gegn gríðarlega öflugu Fjölnisliði,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik en við unnum okkur jafnt og þétt inn í leikinn. Við fengum okkar möguleika í seinni hálfleik og héldum alltaf áfram og náðum inn marki. Frábær sigur.“ Skiptingar Heimis í seinni hálfleik gerðu gæfumuninn fyrir FH í leiknum en Heimir vildi ekki hrósa sjálfum sér fyrir það. „Ég held að það hafi verið samstaða innan liðsins um að gera þetta vel sem hafi skilað þessu. Menn voru tilbúnir að berjast hvorn fyrir annan og hjálpast að við þetta. Þegar það gerist hjá FH þá gerast góðir hlutir,“ sagði Heimir. FH tapaði síðasta leik og hefði séð eftir toppsætinu hefði liðið tapaði í kvöld. „Við höfum gefið færi á okkur en þetta á að hjálpa okkur í framhaldinu og ef við viljum að þetta hjálpi okkur þá gerir það það.“Ólafur Páll: Einbeitingarleysi hjá mér persónulega Ólafur Páll Snorrason var ómyrkur í máli og kenndi sjálfum sér um tapaði í kvöld. „Við spiluðum fínan fótbolta í kvöld en við vorum ekkert að hugsa um að komast á toppinn. Það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Ólafur Páll. „FH er með frábært lið en við vorum töluvert sterkari aðilinn í leiknum að mínu mati. Það sem er svekkjandi er að tapa þessu á marki í lokin á einbeitingarleysi hjá mér persónulega. Ég tek það á mig. „Það voru allir hinir á tánum á þessu tiltekna augnabliki. Ég tek það á mig og kem sterkari til baka. Ég er drullusvekktur að hafa tapað fyrir FH hér á heimavelli.“ Fjölnir fékk fjölda tækifæra til að skora í fyrri hálfleik og vantaði oft herslumuninn þegar liðið var komið í ákjósanlegar stöður. „Við sköpuðum okkur fullt af tækifærum. Við vorum óheppnir upp við markið og fengum færi eftir aukaspyrnur, hornspyrnur og annað. Við spiluðum fínan fótbolta en töpuðum. Það fer illa með sálartetrið í kvöld að minnsta kosti,“ sagði Ólafur Páll.vísir/ernirStuðningsmenn Fjölnis létu vel í sér heyra.vísir/ernirStormsveitarmaðurinn var mættur í Grafarvoginn.vísir/ernirHeimir ásamt aðstoðarmanni sínum, Guðlaugi Baldurssyni.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira