Lífið

Sáttum náð í skilnaðardeilu Amber Heard og Johnny Depp

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Leikararnir giftu sig í febrúar árið 2015 og sótti Heard um skilnað í maí síðastliðnum.
Leikararnir giftu sig í febrúar árið 2015 og sótti Heard um skilnað í maí síðastliðnum. Vísir/Getty

Leikkonan Amber Heard hefur dregið til baka ásakanir sínar um að Johnny Depp hafi beitt hana líkamlegu ofbeldi og hafa þau náð sátt í skilnaðarmáli sínu.

Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar mun Heard einnig draga ósk sína um nálgunarbann á hendur Depp til baka.

Leikararnir giftu sig í febrúar árið 2015 i en Heard sótti um skilnað í maí síðastliðnum. Í kjölfarið fékk hún tímabundið nálgunarbann gegn Depp þar sem hún sagði leikarann hafi lagt hendur á hana í rifrildi á heimili þeirra í Los Angeles. Depp neitaði ásökunum hennar og lögregla sagðist ekki hafa fundið neinar sannanir um ofbeldið.

Nýlega birtist myndband þar sem Depp sást sparka ítrekað í eldhúsinnréttingu á heimili þeirra og hann virtist mjög drukkinn. Heard tók myndbandið upp á síma en neitar að hafa lekið myndbandinu á netið.


Tengdar fréttir

Lögregla sá engin merki ofbeldis

Lögreglan í Los Angeles var kölluð á heimili þeirra Amber Heard og Johnny Depp kvöldið sem hún segir eiginmann sinn hafa kastað í sig síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.