Kínversk sundkona rýfur þögnina um blæðingar íþróttakvenna Birta Svavarsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 20:03 Fu Yuanhui hefur vakið mikla athygli fyrir ummæli sín um blæðingar. Getty Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Kínverska sundkonan Fu Yuanhui hefur fengið mikla athygli og lof fyrir að ræða opinskátt um blæðingar íþróttakvenna á Ólympíuleikunum. Í viðtali sem tekið var við hana seinastliðinn sunnudag, eftir að lið hennar lenti í 4. sæti í 4x100 m fjórsundi, sagði hún, „Ég held að ég hafi ekki staðið mitt neitt sérstaklega vel í dag. Mér finnst ég hafa brugðist liðsfélögum mínum.“ Aðspurð um það hvort henni væri nokkuð illt í maganum sagði hún frá því að hún hefði byrjað á blæðingum daginn áður, „þess vegna var ég óvenjulega þreytt, en það er samt engin afsökun.“Fu Yuanhui á verðlaunapalli.GettyViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en aðdáendur Fu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum í kjölfar viðtalsins. „Ég dáist virkilega að Fu Yuanhui fyrir að synda á meðan hún var á blæðingum. Þetta getur haft áhrif á konur, sérstaklega ef þær fá slæma tíðaverki.“ er haft eftir einum aðdáanda hennar á vef BBC. „Þetta er fullkomlega eðlilegt líffræðilegt fyrirbrigði, svo af hverju má ekki tala um það? Fu Yuanhui er frábær!“ sagði annar. Sjá einnig: Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Ummæli Fu hafa líka skapað aukna umræðu um notkun túrtappa í Kína, en aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa. Þá kemur fram í sömu könnun að fjöldi kínverskra kvenna hafa ekki einu sinni heyrt um túrtappa og hafa ekki minnstu hugmynd um hvernig á að nota þá. Aðeins um 2% kínverskra kvenna nota túrtappa, samanborið við 42% bandarískra kvenna.GettyHægt er að lesa meira um málið á vef BBC. Aukin umræða um tíðahring kvenna hefur einnig skapast á Íslandi undanfarið, þá sér í lagi á samfélagsmiðlum. Sem dæmi um það mætti nefna myllumerkið #túrvæðingin, sem notendur Twitter hafa notað til að deila upplifun sinni af blæðingum. Þá má einnig nefna Facebook-síðuna Rauði skatturinn sem beitir sér fyrir vitundarvakningu um blæðingar kvenna og aukin útgjöld þeim tengd.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Einlæg viðbrögð kínverskrar sundkonu slá í gegn Fu Yuanhui hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið bronsverðlaun í 100m baksundi. 9. ágúst 2016 20:44