Hausnum enn barið við steininn 17. ágúst 2016 10:00 Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað. Skjóðan Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Nú nálgast kosningar og enn mæta forsætis- og fjármálaráðherra í Hörpu að kynna byltingu í skulda- og lánamálum. Í þetta sinn er áherslan lögð á ungt fólk, sem vill koma sér upp eigin húsnæði. Nýr forsætisráðherra en sama tóbakið engu að síður. Raunar virðist forsætisráðherra vera óþarft embætti þar sem engum dylst að það er fjármálaráðherra sem öllu ræður. Og fjármálaráðherra er mjög sáttur við lánaumhverfið á Íslandi. Hann vill ekki breyta því. Hann vill bara hjálpa ungu fólki af stað til að það geti síðan ævina á enda stritað í þágu fákeppni á fjármálamarkaði, okurvaxta og verðtryggingar. Það á ekki að afnema verðtrygginguna og það á ekki að afnema hin svonefndu Íslandslán. Það á bara að banna þeim, sem hvort eð er tækju aldrei verðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára, að taka slík lán. Hinir, sem ekki stæðust greiðslumat fyrir 25 ára lán eða óverðtryggð lán, fá áfram að taka 40 ára lánin. Þarna er einhvers konar geggjun á ferð. Hvers vegna í ósköpunum ráðast hinir háu stjórnarherrar ekki að rót vandans? Krónan er rót vandans hér á landi. Hér á landi verður fákeppni á fjármálamarkaði á meðan krónan er okkar lögeyrir. Enginn erlendur banki fer að lána Íslendingum til fasteignakaupa hér á landi á meðan við notum krónuna. Til þess er gengisáhætta krónunnar of mikil. Á meðan við notum krónuna verður hér vaxtaokur nema ríkið grípi til sérstakra ráðstafana til að sporna við slæmum afleiðingum fákeppninnar. Slíkar aðgerðir verða að vera almennar en aðgerðirnar sem ráðherrarnir kynntu á mánudaginn til að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð eru allt annað en almennar. Þær virðast beinlínis til þess fallnar að viðhalda hér vaxtaokri og auka það. Bankarnir munu mæta hverri krónu sem stjórnvöld veita í skattaafslátt eða heimildir til að nota séreignarsparnað til að greiða inn á húsnæðislán, með vaxtahækkunum. Þannig rennur þessi „aðstoð“ fyrst og fremst til bankanna, rétt eins og hin svonefnda „skuldaleiðrétting“. Hagur þeirra, sem átti að hjálpa, er fyrir borð borinn og allir aðrir eru verr settir en fyrir aðgerðina. Hvenær ætla forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að hætta að berja hausnum við steininn? Hvenær ætla þeir að viðurkenna þá einföldu staðreynd að það er til leið til að bæta hag alls almennings og auðvelda ekki bara ungu fólki, heldur öllum aldurs- og þjóðfélagshópum að eignast húsnæði? Þessi leið gagnast atvinnulífinu í landinu líka. Hún felst í því að taka upp alþjóðlega mynt og bjóða erlenda samkeppni velkomna inn á íslenskan lánamarkað.
Skjóðan Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira