Kú hættir á mjólkurmarkaði um áramótin ef samkeppnisumhverfið breytist ekki Una Sighvatsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:00 Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði." Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Alþingi hefur nú til endurskoðunar frumvarp að lögum um búvörusamninga, sem hafa verið afar umdeildir allt frá því þeir voru undirritaðir í vetur. Ekki síst hvað varðari áframhaldandi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði, sem samningarnir eru sagðir festa í sessi. Forstjóri MS var boðaður á fund atvinnuveganefndar Alþingis í dag, þar sem búvörulögin eru til umræðu. Fyrr í vikunni greiddi MS 480 milljóna króna sekt vegna alvarlegra sameppnisbrota, því kröfu um að sektin yrði felldn niður á meðan áfrýjunin er til meðferðar var hafnað. Samkeppniseftirlitið telur frumvarpið til búvörulaga þarfnast gagngerrar endurskoðunar, til að tryggja almannahagsmuni. Björt Ólafsdóttir segir það vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar vilji ekki gera nægilegar breytingar á búvörusamningum til að tryggja samkeppni á mjólkursölumarkaði.Breytingar ýmist sagðar „róttækar" eða „minniháttar" Formaður atvinnuveganefndar segir að róttækar breytingar verði boðaðar á lögunum. Efnislega fæst ekki uppgefið strax hverjar þær breytingar verði, en Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í nefndinni segir það gefa auga leið að breytingarnar séu minniháttar, enda telji formaður Bændasamtakana þær ekki svo miklar að taka þurfi samninginn upp að nýju. „Það liggur fyrir að samkeppniseftirlitið hefur úrskurðað að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, selt sér mjólk á lægra verði en hinum, það liggur líka fyrir að MS játar þetta alveg en segir að þetta sé þeim heimilt samkvæmt núverandi búvörulögum og það liggur líka fyrir að meirihluti atvinnuveganefndar ætlar ekki að breyta neinu í þessum lögum," segir Björt.MS með kverkatak á samkeppninni Meðal þess sem er gagnrýnt er að vald yfir verðlagningu á mjólkurafurðum verði fært til MS og að MS geti hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú, segir nýju búvörusamningana verri en núgildandi samninga því þeir færi Mjólkursamsölunni aukið vald til að hafa keppinauta sína undir og gefi henni í raun kverkatak á litlu keppinautunum. „Ég er nú nýlega búinn að sjá meirihlutaálitið sem nú er kynnt frá atvinnuveganefnd og í raun er það bara kattaþvottur og engin efnisbreyting á þeim drögum sem liggja fyrir Alþingi. Ólafur vonast til að nýtt þing vindi ofan af samningunum. Mjólkurbúið hefur ákveðið að reyna til þrautar fram að áramótum, en ekki lengur. „Verði ekki breyting á rekstrarumhverfi á mjólkurmarkaði þá munum við hætta þessari starfsemi og draga okkur út af mjólkurvörumarkaði."
Búvörusamningar Tengdar fréttir Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56 Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30 Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Forstjóri MS hafnar fullyrðingum framkvæmdastjóra Örnu: Gætum þess að veita nýjum framleiðendum svigrúm Forstjóri MS segir að fyrirtækið hafi gefið Örnu svigrúm til þess að þróa sínar vörur með því að fara ekki inn á viðkomandi svið. 12. ágúst 2016 15:56
Framkvæmdastjóri Örnu: MS gæti drepið okkur á nokkrum vikum standi neytendur ekki með okkur Þrjú ár verða í næsta mánuði liðin frá því að mjólkurframleiðsla hófst hjá Örnu á Bolungarvík. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér tækifæri til þess að vaxa. 10. ágúst 2016 09:30
Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús telur að MS geti hindrað vöxt samkeppnisaðila verði búvörusamingar samþykktir óbreyttir. Þá verði MS og Kaupfélag Skagfirðinga undanþegin samkeppnislögum en ekki minni mjólkurbú. 13. ágúst 2016 07:00