FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira